fbpx
Föstudagur 24.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kolbrún segir Sigríði búna að vera: „Skilur ekki stöðu sína til fulls“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. mars 2019 11:00

Kolbrún Bergþórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Kolbrún Bergþórsdóttir segir í leiðara Fréttablaðsins í dag að Sigríður Andersen muni ekki eiga afturkvæmt í ráðherrastól. Hún segir að allt tal Sigríðar um að hún sé að stíga tímabundið til hliðar gefi til kynna að Sigríður skilji ekki málið. Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, mun yfirgefa ríkisstjórnina á ríkisráðsfundi síðar í dag.

Kolbrún segir það hafa blasað við að Sigríður yrði að segja af sér. „Það var enginn raunhæfur kostur í stöðunni fyrir Sigríði Andersen annar en að láta af störfum sem dómsmálaráðherra landsins, eins og hún áttaði sig á eftir að hafa sjálf sagt við fjölmiðla að hún myndi ekki segja af sér. Sinnaskiptin urðu nokkuð snögg, ráðherra sem kvöld eitt sagðist hvergi ætla að fara gerði það einmitt næsta dag. Sigríður segist sjálf hafa tekið ákvörðun um að stíga til hliðar, eins og hún kallar það, en þó verður að teljast líklegt að einhverjir félagar hennar í ríkisstjórn hafi lagt sitt af mörkum til að auðvelda leið hennar að réttri niðurstöðu. Það blasti við flestum að henni var ekki lengur sætt á ráðherrastóli eftir að hafa fengið á sig dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir brot í starfi,“ segir Kolbrún.

Lifir í blekkingu

Hún segir að margt bendi til að Sigríður lifi í blekkingu. „Það vekur allmikla furðu að Sigríður tali eins og hún sé einungis að stíga tímabundið til hliðar. Það bendir óneitanlega til þess að hún átti sig ekki fyllilega á alvarleika málsins og skilji ekki stöðu sína til fulls. Svo virðist sem hún gangi með þann draum að þjóðin steingleymi hinum furðulegu gjörðum sem leiddu til þess að hún hefur nú neyðst til að stíga úr ráðherrastóli og taki hana aftur í sátt. Það mun ekki gerast. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af þingmönnum sem skandalísera, misstíga sig í embætti eða gera stórfelld mistök og fara síðan í frí í vikur eða mánuði og snúa svo aftur eins og ekkert sé,“ segir Kolbrún.

Hrokafull

Hún bætir við að Sigríður hafi sýnt af sér mikinn hroka í gær. „Auðmýkt er orð sem því miður er of algengt að sé ekki til í orðabók stjórnmálamanna. Sigríður Andersen hefur ekki sýnt vott af iðrun vegna þeirra furðulegu ákvarðana í starfi dómsmálaráðherra sem kölluðu yfir hana dóm frá Mannréttindadómstólnum. Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín. Sama virðingarleysi sýnir Sigríður samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Aðspurð sagðist hún ekki hafa tilkynnt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um ákvörðun sína fyrir fundinn. „Hún les bara um þetta í blöðunum,“ sagði hún, rétt eins og málið kæmi forsætisráðherra landsins ekki nokkurn skapaðan hlut við. Það er eitthvað verulega brogað við þetta. Ef ráðherrar bera ekki traust til forsætisráðherra getur þetta ríkisstjórnarsamstarf ekki lifað af,“ segir Kolbrún.

Búið spil

Kolbrún segir að Sigríður verði aldrei aftur ráðherra: „Endurkoma Sigríðar Andersen í ráðherrastól er útilokuð. Samstarfsflokkarnir, Framsóknarflokkur og sérstaklega Vinstri græn, gætu aldrei nokkru sinni sætt sig við slíkt og ganga þar í takt við álit þjóðarinnar. Ráðherra sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur hafa brotið af sér í starfi verður að hverfa úr embætti. Hann getur ekki notið stuðnings ríkisstjórnar, en Sigríður segist samt líta svo á að hún hafi þann stuðning. Hún segist njóta fulls stuðnings í eigin þingflokki, sem er merkilegt. Vissulega er gott að standa með vinum sínum en verði þeim stórkostlega á í starfi þá ber að segja þeim það og fremji þeir lögbrot ber ekki að hylma yfir það. Það var óhjákvæmilegt að Sigríður Andersen hyrfi úr þessari ríkisstjórn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gerðu grín að Hatara: „Hentuð Palestínumönnum út með hamari Þórs árið 48 f.Kr“

Gerðu grín að Hatara: „Hentuð Palestínumönnum út með hamari Þórs árið 48 f.Kr“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jón Ársæll fór í vændishús 12 ára: „Ég var bænheyrður, og þetta sannar mátt bænarinnar“

Jón Ársæll fór í vændishús 12 ára: „Ég var bænheyrður, og þetta sannar mátt bænarinnar“
Fréttir
Í gær

Áhrifaríkt myndband um ofbeldi gegn börnum

Áhrifaríkt myndband um ofbeldi gegn börnum
Fréttir
Í gær

Klaustursmálið: Bára fellst fúslega á að eyða upptökunni – Upptakan of löng

Klaustursmálið: Bára fellst fúslega á að eyða upptökunni – Upptakan of löng
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nasistar í Árbæjarlaug – „Komandi kynslóðir munu þakka okkur“

Nasistar í Árbæjarlaug – „Komandi kynslóðir munu þakka okkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Palestínuborðarnir voru keyptir í leikfangabúð og þeim smyglað yfir landamærin

Palestínuborðarnir voru keyptir í leikfangabúð og þeim smyglað yfir landamærin