fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Þetta eru rök Mannréttindadómstólsins: Sigríður og Alþingi fá á baukinn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 12. mars 2019 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindadómstóll Evrópu komst, eins og áður hefur verið greint frá, að þeirri niðurstöðu í dag að dómaraskipan Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í Landsréttarmálinu braut gegn 6. gr. mannréttindasáttmálans eða réttinum til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.

Dómurinn var ekki einróma en tveir dómarar skiluðu sameiginlegu séráliti. Í niðurlagi dóms meirihlutans er skotið föstum skotum á Sigríði og Alþingi og mannréttindabrotið sagt svívirðilegt.

„Í ljósi allra þessa þátta getur dómstóllinn ekki annað en ályktað að ferlið þar sem A.E var skipuð dómari Landsréttar, með tilliti til eðli þeirra brota á málsmeðferðarreglum sem Hæstiréttur Íslands hefur staðfest, hafi falið í sér svívirðilegt brot á viðeigandi reglum þess tíma.“[þýð/blaðamaður]

Mannréttindadómstóllinn taldi að dómaraskipanin hefði verið til þess fallin að rýra traust almennings á dómstólum. Alþingi hefði sett tilteknar reglur um skipan dómara, sem dómsmálaráðherra hefði virt að vettugi og Alþingi hefði sjálft brugðist því að fylgja þeim eftir og þar með brugðist að tryggja jafnvægi milli framkvæmdar- og löggjafarvaldsins.  Með því að skipta fjórum umsækjendum af lista út fyrir fjóra sem metnir höfðu verið minna hæfir segir Mannréttindadómstóllinn að Sigríður Á. Andersen hafi með öllu sniðgengið gildandi lög, og  þar með varð skipunarferlið sjálft í andstöðu við grundvallarreglu réttarríkisins  að dómstólar skulu skipaðir með lögum.

„Dómstóllinn telur að framkvæmdarvaldið hafi, í skipunarferlinu, tekið geðþóttaákvörðun sem var ósamrýmanleg gildandi löggjöf, við val fjögurra dómara við áfrýjunardómstólinn, þeirra á meðal A.E[Arnfríður Einarsdóttir]., þar að auki fylgdi Alþingi ekki réttri málsmeðferð og vanrækti því að  tryggja jafnvægi milli framkvæmdar- og dómsvaldsins.

Dómsmálaráðherra virti, líkt og Hæstiréttur hefur staðfest, gildandi reglur að engu þegar hún ákvað að skipta út fjórum umsækjendum af lista yfir þá 15 hæfustu, út fyrir fjóra sem voru metnir minna hæfir, þeirra á meðal A.E.

Skipunarferlið var því til þess fallið að rýra traust almennings, í lýðræðislegu samfélagi, á dómstólum og var í andstæðu við kjarna meginreglunnar um lögskipaða dómstóla, sem er ein grundvallarregla réttarríkisins.“ [þýð/blaðamaður]

Dómstóllinn tók það jafnframt fram að hann teldi ófært að komast að annarri niðurstöðu en að um brot gegn 6. gr. væri að ræða. Önnur niðurstaða hefði gefið til kynna að greinin væri merkingarlaus og verndaði ekki þau grundvallar mannréttindi sem henni er ætlað að vernda, það er réttinn til að hljóta réttláta málsmeðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stöðvaður í Staðardal með gras í bílnum

Stöðvaður í Staðardal með gras í bílnum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hannes fær á baukinn: „Þarf að hringja í vælubílinn?“

Hannes fær á baukinn: „Þarf að hringja í vælubílinn?“
Fréttir
Í gær

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“
Fréttir
Í gær

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn segir Ellý smána látinn mann: „Útmálaður sem drykkfelldur ofbeldismaður og slepjulegur flagari“

Þórarinn segir Ellý smána látinn mann: „Útmálaður sem drykkfelldur ofbeldismaður og slepjulegur flagari“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur: „Manni líður stundum eins og sá síðasti hressi á opinberum vettvangi hafi verið Hemmi Gunn“

Guðmundur: „Manni líður stundum eins og sá síðasti hressi á opinberum vettvangi hafi verið Hemmi Gunn“