fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Vilhjálmur boðar hörku eftir 82 prósent launahækkun bankastjóra: Hvar eru þeir nú sem hafa hjólað í verkalýðshreyfinguna?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. febrúar 2019 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er óhætt að segja að þetta séu sturlaðar og galnar launahækkanir, enda hækkar bankastjóri Landsbankans um 1,7 milljón á mánuði eða sem nemur 82% á einu ári.“

Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ, í færslu á Facebook-síðu sinni.

Tilefnið er frétt Fréttablaðsins í dag um launahækkun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Bankaráð Landsbankans hækkaði laun hennar um 17 prósent í fyrra, eða um 550 þúsund krónur. Við þetta fóru launin úr 3.250.000 krónum í 3.800.000 krónur þann 1. apríl í fyrra. Innan við ári áður hafði bankastjórinn fengið hækkun upp upp á tæpar 1,2 milljónir króna. Hafa laun hennar hækkað úr rúmum tveimur milljónum króna á mánuði í 3,8 milljónir króna, eða tæp 82 prósent.

Vilhjálmur er afar óhress með þessa miklu hækkun launa.

„Já, þetta er svo sannarlega galinn og sturluð launahækkun sem klárlega mun leiða til þess að forherða okkur í verkalýðshreyfingunni að berjast af alefli fyrir því að ráðstöfunartekjur lágtekjufólks hækki þannig að þau dugi fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar.“

Vilhjálmur og raunar verkalýðsforystan öll hefur legið undir gagnrýni að undanförnu fyrir kröfur sínar. Hefur til dæmis Már Guðmundsson seðlabankastjóri varað við afleiðingum verkfalla og mikilla launahækkana.

„Nú slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum en það er ekki samdráttur framundan nema að við verðum fyrir nýjum áföllum. Verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu slíkt áfall. Afleiðingin yrði hærri vextir og meira atvinnuleysi. Reynum að forða því,“ sagði Már meðal annars í myndbandi sem birt var samhliða vaxtaákvörðun bankans og Viðskiptablaðið fjallaði um.

Vilhjálmur lýsir eftir þeim sem gagnrýnt hafa kröfur verkalýðsforystunnar.

„Nú verður hins vegar afar fróðlegt að sjá og heyra viðbrögð frá Seðlabankastjóra, fjármálaráðherra, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að ógleymdum Herði Ægissyni leiðarahöfundi Fréttablaðsins við þessari sturluðu launahækkun bankastjóra Landsbankans sem er nánast í 100% eigu ríkisins.

Ætla þessir aðilar kannski að þegja þunnu hljóði núna af því þetta er aðili sem tilheyrir efrilögum snobbelítunnar? Hafa þessir aðilar ekki neinar áhyggjur að þessi launahækkun uppá 82% ógni ekki stöðugleikanum, eða valdi óðaverðbólgu að ógleymdi hinu margfræga höfrungahlaupi.“

Vilhjálmur segist í raun ekki vera í nokkrum vafa um að ákvörðun um að hækka laun bankastjóra Landsbankans um 1,7 milljónir króna á mánuði muni hafa gríðarlega mikil áhrif á þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi.

„Það er einnig fátt sem því miður virðist ætla að koma í veg fyrir hörð átök á íslenskum vinnumarkaði enda er íslenskt verkafólk búið að fá uppí kok af þessari misskiptingu, óréttæti og ójöfnuði í íslensku samfélagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hörður Sigurgestsson er látinn

Hörður Sigurgestsson er látinn
Fréttir
Í gær

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“