fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Elvar og Sveinn í rusli eftir Hlíðamálið: „Það gera allir mistök í lífinu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 11:00

Fjórir einstaklingar hafa verið kærðir fyrir meiðyrði í tengslum við Hlíðamálið svokallaða. Í þeim hópi er Hildur Lilliendahl Viggósdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir að umbjóðendur hans, Elvar og Sveinn, sem sakaðir voru um kynferðisbrot í Hlíðunum árið 2015, glími enn við afleiðingar ásakananna og fjölmiðlaumfjöllunarinnar. Annar þeirra treystir sér ekki til að búa á Íslandi og hinn hefur einangrað sig mikið. Þeir hafi orðið fyrir tjóni, sem aldrei verði bætt og andleg líðan verið skelfileg. Þetta kom fram í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

Elvar Már Atlason og Sveinn Rafn Eiríksson hafa höfðað þó nokkur meiðyrðamál vegna ummæla sem  um þá voru látin falla þegar þeir voru sakaðir um kynferðisbrot í Hlíðunum árið 2015. Málið var kennt við Hlíðarnar og kallast í daglegu tali Hlíðamálið. Þeir voru aldrei ákærðir fyrir meint brot og felldi héraðssaksóknari málið niður 2016. Sú ákvörðun var svo staðfest af ríkissaksóknara. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Sveins og Elvars í málinu. Málið var á allra vörum og vakti reiði, ekki síst vegna þess að Fréttablaðið birti ranga frétt með fyrirsögninni: „Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana.“

„Það eru í raun og veru þrjú mál eftir. Umbjóðendur mínir ákváðu að setja punktinn þar. Það voru talsvert fleiri mál sem mætti höfða en þeir telja að þeir hafi náð rétti sínum með þessum málsóknum,“ sagði Vilhjálmur. Eftir að útséð var að umbjóðendur Vilhjálms yrðu ekki ákærðir voru send út tugir kröfubréfa til þeirra sem höfðu tjáð sig um málið og ástæða var til að ætla að um meiðyrði gæti hafa verið að ræða.

„Já það voru tugir kröfubréfa sem fóru út og það voru tilteknir fjölmiðlar sem báðust afsökunar á umfjölluninni sem og nokkuð margir einstaklingar sem einfaldlega bara viðurkenndu að þeir hefðu farið fram úr sér með þessum skrifum og látið blekkjast af umfjöllun Fréttablaðsins um málið, báðust afsökunar og tóku ummæli sín til baka og umbjóðendur mínir, tóku því bara góðu og gildu. Því það gera allir mistök í lífinu, misjafnlega stór reyndar, en öll gerum við mistök og fyrirgefningin er góð.“

Vilhjálmur segir að ummælin sem látin voru falla sem urðu tilefni af þeim þremur málum sem enn eru í gangi, séu ólík og þurfi að leggja mat á þau öll.

„Öll ummælin eru mismunandi með einhverjum hætti og það þarf að leggja mat á þau öll. Eitt málið er nokkuð afmarkað mál sem varðar ummæli á Facebook, ekki ósvipað því sem var dæmt á föstudaginn. Eitt varðar sambærileg ummæli viðmælanda í fjölmiðli eins og í máli Sigmundar Ernis á Hringbraut, þar er verið að gera því skóna að umbjóðendur mínir hafi haft fleiri fólskuverk í hyggju og naumlega hefði verið komið í veg fyrir þriðju nauðgunina, sem er auðvitað alveg ótrúlegur málatilbúnaður ef út í það er farið. Þriðja málið varðar ummæli konu, íslenskrar konu sem er búsett í útlöndum, og var að í raun og veru að birta, já bara eftir því sem umbjóðendur mínir færðu sig á milli staða, þeir flugu til Noregs, var að birta viðvaranir og tala um það að það væru raðnauðgarar on the loose í Evrópu og fólk ætti að passa sig.“

Samkvæmt Vilhjálmi vilja umbjóðendur hans að meiðyrðamálin verði öðrum víti til varnaðar. Þeir vilji með þessum hætti koma í veg fyrir að fleiri þurfa að ganga í gegnum þær raunir, sem þeir þurftu að gera.

„Það  er auðvitað aldrei hægt að bæta svona tjón og þetta tjón verður aldrei bætt. Þeirra staða er auðvitað ekkert sérstök í dag. Annar þeirra býr erlendis og treystir sér ekki til að búa á Íslandi þrátt fyrir vilja þess efnis og hinn hefur svona flutt búferlum og lokað sig mikið af. Þeir hafa átt í verulegum vandræðum með að fá vinnu á þessum tíma og auðvitað andlega líðanin verið skelfileg.“

„Held að einmitt þess vegna séu þeir að leita réttar síns með þessum hætti af því að þeir vilja auðvitað ekki að nokkur annar maður lendi í því sem þeir lentu í og þessi dómur varðandi á Facebook er auðvitað mjög gott fordæmi til hins almenna borgara með það að það sé ekki þeirra hlutverk að rannsaka sakamál, dæma í þeim og síðan að framfylgja dómnum.“

Þau meiðyrðamál sem voru höfðuð vegna ummæla um meint brot Sveins og Elvars, voru öll höfðuð í kjölfar þess að kröfubréfum þeirra var mætt með tómlæti. Þeir sem hafi brugðist við bréfunum hafi beðist afsökunar og málum þeirra lokið þar, án þess að til greiðslna af nokkru tagi hefði komið.

„Hvað varðar einstaklingana þá hafa þeir bara ekki svarað þeim kröfubréfum sem þeim voru send. En allir þeir sem svöruðu voru tilbúnir til að biðjast afsökunar og sú afsökunarbeiðni var bara tekin góð og gild og það voru engar fjárgreiðslur inntar af hendi í þeim tilvikum. Umbjóðendur mínir töldu fullnægjandi að fá fram afsökunarbeiðni og viðkomandi hefði viðurkennt að þeir hefðu verið beittir ranglæti.“

Vilhjálmur lét einnig að því liggja að úrræði hegningarlaga, kæra um rangar sakargiftir, sé marklaust úrræði. Í reynd taki lögreglan slík mál aldrei fyrir.

„Það voru lagðar fram kærur vegna rangra sakargifta sem lögreglan vísaði frá, sem lögreglan gerir reyndar alltaf í slíkum málum sem mér þykir reyndar vera alveg með ólíkindum en það virðist vera einhver vinnuregla hjá lögreglu að taka þau mál ekki til meðferðar.“

Málin sem eru enn í gangi eru þrjú og býst Vilhjálmur við því að það verði ekki fyrr en í lok þessa árs sem meðferð þeirra verði lokið á fyrsta dómstigi. Ein þerra sem Sveinn og Elvar hafa kært er Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, en hún lét falla ummæli þar sem hún staðhæfði að Elvar og Sveinn hefðu nauðgað konum kerfisbundið í sérútbúinni íbúð og síðan í athugasemd á Facebook nafngreint mennina og bent á Facebook-síður þeirra.

Önnur kona sem er kærð er gert að sök að hafa í færslum á Facebook og Twitter varað við raðnauðgurum.  Ein færslan hljómaði svo:

Varúð: raðnauðgarar ganga lausir í Norður Evrópu. Þeir byrla ungum stúlkum ólyfjan og nauðga þeim svo í íbúð sem er sérútbúin til nauðgana.

Sjá einnig: 

Elvar og Sveinn stefna Sigmundi Erni: Tvímenningarnir í Hlíðamálinu vilja bætur

Hildur Lilliendahl kærð fyrir ærumeiðandi ummæli í Hlíðamálinu: Krafin um milljónir króna í miskabætur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum