fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hildur Lilliendahl kærð fyrir ærumeiðandi ummæli í Hlíðamálinu: Krafin um milljónir króna í miskabætur

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 29. september 2018 09:09

Fjórir einstaklingar hafa verið kærðir fyrir meiðyrði í tengslum við Hlíðamálið svokallaða. Í þeim hópi er Hildur Lilliendahl Viggósdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögfræðingur, hefur fyrir hönd tveggja manna sem voru sakaðir um kynferðisbrot í Hlíðunum árið 2015, lagt fram kæru á hendur fjórum einstaklingum fyrir ærumeiðandi ummæli sem voru látin falla á Twitter- og Facebook þegar málið var á allra vörum í samfélaginu. Þess er krafist að ummæli fjórmenninganna séu ómerkt og þeim verði gert að greiða skjólstæðingum miskabætur vegna friðarbrots og ærumeiðinga. Miskabæturnar sem farið er fram á eru á bilinu 1,5 – 3 milljónir króna. Samkvæmt heimildum DV er Hildur Lilliendahl Viggósdóttir ein af þeim fjórum einstaklingum sem var kærð. Þá var stefna á hendur íslenskri konu, búsettri í Sviss, birt í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi. Í samtali við DV segir Vilhjálmur að fjölmargir hafi dregið orð sín til baka og beðist afsökunar en fjórmenningarnir sem hafa verið kærðir sátu fastir við sinn keip.

Fréttamönnum gert að greiða miskabætur

Í nóvember 2015 voru skjólstæðingar Vilhjálms handteknir af lögreglu og sakaðir um að hafa nauðgað tveimur konum í íbúð í eigu annars þeirra. Málið vakti upp mikla reiði í samfélaginu og var ástæðan ekki síst sú að Fréttablaðið birti umdeilda frétt með fyrirsögninni: „Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana.“ þann 9.nóvember 2015. Í kjölfarið braust út mikil reiði á samskiptamiðlum vegna þess að lögreglan fór ekki fram á að mennirnir yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Sú reiði fann sér svo farveg í fjölmennum mótmælum fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu.

Vilhjálmur lagði fram kæru fyrir rangar sakargiftir á hendur konunum. Þær kærur voru felldar niður í desember 2015. Í febrúar 2016 felldi héraðssaksóknari niður kærurnar á hendur tvímenningunum  og um mitt ár 2016 staðfesti ríkissaksóknari þá niðurstöðu.

Eins og frægt var þá höfðaði Vilhjálmur einnig mál á hendur 365 miðlum og fjórum blaðamönnum fyrirtækisins. Krafðist Vilhjálmur þess, fyrir hönd skjólstæðinga sinna, að ýmis ummæli úr fréttaflutningi miðlanna yrði dæmd dauð og ómerk. Í október 2017 kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm þar sem hluti ummæla voru dæmd dauð og ómerk og fréttamönnnunum var gert að greiða miskabætur. Að lokinni áfrýjun var sá dómur staðfestur í Hæstarétti í júní 2018.

Margir báðust afsökunnar og drógu orð sín tilbaka

Vorið 2016 sendi Vilhjálmur út bréf á 22 einstaklinga þar sem  þeim var boðið að draga ummæli sín í tengslum við málið til baka, biðjast afsökunar og mögulega greiða skaðabætur. „Það voru margir sem þáðu það boð og enginn þeirra þurfti að greiða skaðabætur. Við höfum ákveðinn skilning á því að fólk láti tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur og geri mistök á samfélagsmiðlum. En þá verður fólk líka að sjá að sér, horfast í augu við þau mistök og biðjast afsökunar á þeim,“ segir Vilhjálmur í stuttu samtali við DV. Hann staðfestir að fjórum einstaklingum hafi verið stefnt fyrir meiðyrði en að auki skilaði hann á dögunum inn greinargerð vegna meiðyrðamáls gegn Sigmundi Erni Rúnarssyni og sjónvarps- og vefmiðlinum Hringbraut. Hann vildi hvorki neita né staðfesta að Hildur Lilliedahl væri ein af fjórmenningunum sem hefði verið stefnt. „Ég ætla ekki að ræða einstök mál í fjölmiðlum á þessu stigi,“ segir Vilhjálmur.

Eins og áður segir birtist stefna  í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi gegn íslenskri konu búsettri í Sviss. Var þess farið á leit að fjögur ummæli hennar yrðu ómert að hún greiði skjólstæðingum Vilhjálms tvær milljónir króna á mann. Þegar þessi frétt er skrifuð eru ummælin enn aðgengileg á Facebook- og Twittersíðu konunnar.

Ummælin sem konan birti eru eftirfarandi:

Twitter færsla, 9. nóvember 2015, kl. 03.48.

1. Be warned, serial rapists on the loose in Northern Europe …

Facebook færsla, 9. nóvember 2015, kl. 12.37.

2. Be warned: serial rapists on the loose in Northern Europe. They drug young women and then rape them in a special equipped flat for raping.

3. The Icelandic police has failed to protect us from these monsters so they are free to travel and rape more women.

Facebook færsla, 9. nóvember 2015, kl. 14.35. 

4. The Icelandic police is now forced to defend their irresponsible actions of releasing serial rapists …

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“