fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kona réðst á gesti og starfsfólk á veitingahúsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. febrúar 2019 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var drukkin kona handtekin við veitingahús í miðborginni. Konan er grunuð um að hafa ráðist á gesti og starfsfólk veitingahússins. Hún neitaði aðspurð að gefa lögreglu upp nafn sitt eða kennitölu og var vistuð fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en einnig það að mörg umferðaróhöpp áttu sér stað í gærdag og gærkvöld:

Í eftirmiðdaginn í gær var tilkynnt um umferðarslys í Hafnarfirði en bíl var ekið aftan á bíl sem var kyrrstæður við gangbraut. Ökumaður bílsins sem ók aftan á reyndist vera án ökuréttinda. Slys á fólki voru minniháttar.

Stuttu síðar var tilkynnt um útafakstur á Hafnarfjarðarvegi en bíllinn hafnaði á vegriði. Bíllinn er óökufær eftir óhappið. Ekki er vitað um meiðsl á ökumanninum.

Klukkan hálfníu í gærkvöld var tilkynnt um umferðarslys í Kópavogi og voru þrír fluttir á slysadeild vegna meiðsla.

Stuttu síðar varð annað umferðarslys í Kópavogi. Skemmdur bíll var fluttur af vettvangi en engin meiðsl urðu á fólki. Nokkrir menn eru í haldi vegna málsins en þeir reyndu að flýja af vettvangi.

Kl.21:49 var tilkynnt um bílveltu í Kollafirði. Ökumaður var fluttur af lögreglu á slysadeild til skoðunar, að því loknu var viðkomandi vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins en grunur er um að hann hafi ekið undir áhrifum fíkniefna eða lyfja. Bíllinn var fluttur af vettvangi með dráttarbíl.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kókaínmagn fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík

Kókaínmagn fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Í gær

Kveikt í hjóli í Breiðholti: „Þvílíkt þykkur svartur mökkur og eitthvað sem sprakk“

Kveikt í hjóli í Breiðholti: „Þvílíkt þykkur svartur mökkur og eitthvað sem sprakk“
Fréttir
Í gær

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veittist að lögreglumönnum

Veittist að lögreglumönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot