fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 15. febrúar 2019 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þung högg féllu um miðjan dag í Grafarholti í gær fyrir allra augum úti á miðri götu. Þar tókust fyrst á tveir menn og fékk annars þeirra bylmingshögg í andlitið svo fætur hans riðuðu og missti skömmu síðar jafnvægið. Kastaðist hann fyrst á bíl áður en hann féll í götuna. Þá kom þriðji maðurinn aðvífandi í loftköstum með hægri fótinn á undan og lét vaða í þann sem var uppistandandi.

Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan

Allt þetta og meira til má sjá í myndskeiði neðst í fréttinni. Eðlilega spyrja lesendur, hver var nú ástæðan fyrir þessum harkalegu slagsmálum? Samkvæmt heimildarmanni DV sem varð vitni að öllu saman má rekja átökin til þess að annar mannanna var á leið út úr hringtorgi og gaf ekki stefnuljós, og endaði næstum með árekstri. Við það trylltist bílstjóri á öðrum bíl. Lögðu báðir bílstjórar ökutækjum sínum en fljótlega létu þeir hnefana tala.

Heimildarmaður DV trúði vart sínum eigin augum og upphaflega taldi hann sig vera að taka upp rifrildi tveggja manna en leikar voru fljótir að breytast. Heimildarmaður DV sagði í hálfkæringi að ef til vill væru fyrirhugaðir vegatollar væru að fara illa í skapið á bílstjórum landsins. En auðvitað væri atvikið grafalvarlegt.

„Þeir voru að rífast yfir því hvers vegna annar þeirra gaf ekki stefnuljós,“ segir heimildarmaður DV.

„Gæinn sem var að fara í ytra hringtorgið gaf ekki stefnuljós og hinn gæinn ætlaði bara að fara beint til hægri. Þeir klesstu næstum á.“

„Svo stoppaði minni gaurinn og rauk bara út. Hann ætlaði að rífa upp hurðina hjá hinum. Þá fór gæinn sem var í fremri bílnum og labbaði út á móti.“ Í stað þess að kalla til yfirvöld ákvað annar mannanna eftir stutt orðaskipti að gera upp málin á gamla mátann og eftir snörp orðaskipti brutust út slagsmál þriggja manna. Hvergi er minnst á hópslagsmálin í dagbók lögreglunnar.„Þá fóru þeir bara að slást,“ segir vitnið og bætir við að eftir að hafa barið hvorn annan um miðjan dag hafi þeir skipst á nokkrum orðum og svo ekið burt.

UPPFÆRT:

Samkvæmt Gunnari Rúnari Sveinbjörnssyni, kynningarfulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var um að ræða átök manna vegna ágreinings um háttarlag í umferðinni. Hann segir:

Lögregla var kölluð til og ræddi hún við annan ökumannanna, en hefur ekki náð tali af hinum. Ekki er vitað til þess að áverkar eða meiðsli hafi hlotist af, né hefur verið lögð fram kæra í málinu og því engir eftirmálar að svo komnu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar