fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Slagsmál brutust út á leik ÍR og Stjörnunnar: Stuðningsmenn létu hnefahögg dynja hver á öðrum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan sló í kvöld út ÍR í undanúrslitum bikarkeppninnar í körfubolta. Það er þó ekki það fréttnæmasta við leikinn heldur hitt að heiftarleg slagsmál brutust út á meðan leiknum stóð á milli stuðningsssveita liðanna, Silfurskeiðarinnar (Stjarnan) og Ghetto Hooligans (ÍR). Menn hikuðu ekki við að slá hvort anna með krepptum hnefa í andlitið en öryggisverðir reyndu af veikum mætti að stilla til friðar.

Fjallað er um málið á vefnum karfan.is og þar eru birtar margar ljósmyndir af átökunum, meðal annars hnefahöggum. Athygli vekur að stuðningssveitirnar sátu hlið við hlið í höllinni, gekk á með hörðum orðaskiptum milli þeirra uns upp úr sauð og menn létu hnefana tala. Afar óvenjulegt er að stuðningsmenn beiti hvor annan líkamlegu ofbeldi á íslenskum kappleikjum þó að ýmis orð séu látin fjúka.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi