fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Amma á Akranesi ákærð fyrir tilraun til manndráps

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 10:07

Vinslit Hauks og Bjarna má rekja til uppgjörsins á Akranesi - Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öldruð kona á 71. aldursári að nafni Krystyna Regina Maszewskahefur verið ákærð fyrir tilraun til manndráps en hún er sökuð um að hafa stungið tengdason sinn. Atvikið átti sér stað laugardaginn 10. nóvember að Suðurgötu á Akranesi. Héraðssaksóknari ákærði Krystynu fyrir helgi.

Í ákæru er Krystyna sökuð um að hafa stungið manninn með tæplega 20 sentímetra löngu blaði, hægra megin við brjóstkassa með þeim afleiðingum að tengdasonurinn hlaut um fjögurra sentímetra breitt stungusár við fjórða og fimmta rifjabil fram hjá brjóstkassa og inn í breiðasta bakvöðvann og olli áverkinn meðal annars skaða á tveimur litlum slagæðum með verulegri blæðingu. Tengdasonurinn fer fram á þrjár milljónir í skaðabætur.

Í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir konunni er málavöxtum lýst nánar. Þar kemur fram að sambýliskona mannsins hafi verið stödd erlendis og átti Krystyna að passa barnabarn sitt. Maðurinn segir að tengdamóðir sín hafi verið mjög ölvuð þegar atvikið átti sér stað og hafi drukkið viskí ótæpilega. Hann hafi hringt á lögreglu sem kom á vettvang. „[Krystyna] hafi virst í lagi þótt hann hafi viðurkennt að hafa drukkið bjór. Barnið sagst ekki vera hrætt af því að brotaþoli væri kominn heim. Hafi lögregla þá farið af vettvangi,“ segir í úrskurði.

Samkvæmt tengdasyninum reiddist Krystyna mikið yfir þessu. „Hafi [Krystyna] að lokum sofnað í sófanum í stofunni. Sjálfur segist [Krystyna] hafa farið að sofa um kl. 22:00 og þá hafi barnið verið sofnað. Hann hafi svo vaknað við það að [Krystyna] hafi verið komin inn í herbergið og búin að kveikja ljós. Hún hafi öskrað að lögregluheimsóknin fyrr um kvöldið væri honum að kenna. Segist brotaþoli hafa gengið að henni og ætlað að færa hana út úr herberginu en þá fundið stungu og honum hafi byrjað að blæða. Kærða hafi þá gengið í burtu,“ segir í gæsluvarðhaldsúrskurði sem féll fyrir jól.

Krystyna neitaði sök í skýrslutök hjá lögreglu en frásögn hennar stangast á við sönnunargögn í málinu. „[Krystyna] hafi tvisvar gefið skýrslu hjá lögreglu og hafi hún sagt frá á svipaðan máta í bæði skiptin. Hún neiti sök, en frásögn hennar sé þó óljós og mjög ófullkomin, auk þess sem framburður hennar stangast verulega á við annað sem fram hafi komið við rannsókn málsins,“ segir í úrskurðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Í gær

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi
Fréttir
Í gær

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úlfar afar harðorður um ástandið í lögreglunni – Hugleiðir að sækja um sem ríkislögreglustjóri

Úlfar afar harðorður um ástandið í lögreglunni – Hugleiðir að sækja um sem ríkislögreglustjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“