fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Betur fór en á horfðist þegar barn varð undir afturhjóli pallbíls

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2019 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barn varð undir afturhjóli pallbifreiðar á bifreiðastæði við sveitabæ í Árnessýslu á föstudag. Þetta segir í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Slysið varð með þeim hætti að bifreiðinni var ekið afturábak og varð barnið undir afturhjólinu. Í skeytinu segir að barnið hafi verið flutt á sjúkrahús í Reykjavík en sem betur reyndust áverkarnir minniháttar og var barnið sent heim að skoðun lokinni.

Alls urðu þrettán umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar og í tveimur þeirra urðu meiðsl á fólki. Annarsvegar þann 4. desember en þá bilaði stýrisbúnaður bifreiðar á vesturleið í Hveradalabrekku með þeim afleiðingum að hún lenti út í vegriði.

Ökumaður annarrar bifreiðar stöðvaði bifreið sína fyrir framan þessa bifreið og fór til aðstoðar við ökumann hennar. Ökumaður þriðju bifreiðarinnar sem þarna kom við sögu dró úr hraða sinnar bifreiðar þegar hann hugðist aka framhjá en þá vildi ekki betur til en svo að fjórða ökutækið, vörubifreið með vagni, náði ekki að draga nægjanlega úr ferð og lenti aftan á henni og kastaði á bifreið þess sem í upphafi hugðist aðstoða þann ólánssama í vegriðinu.

Ökumaður bifreiðarinnar sem vörubifreiðin lenti á var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík. Aðrir sluppu ómeiddir, þar á meðal hross sem voru á vagni vörubifreiðarinnar. Snjókoma var á vettvangi og snjóþekja með tilheyrandi hálku á veginum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt
Fréttir
Í gær

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður segir að við séu búin að missa tökin – „Hvað vorum við að hugsa?“

Þingmaður segir að við séu búin að missa tökin – „Hvað vorum við að hugsa?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“