fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Allt að 87% verðmunur á lausasölulyfjum – Ódýrustu lyfin alltaf að finna í Costco

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 9. desember 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lausasölulyf eru dýrust í Lyfjum og heilsu samkvæmt nýrri verðkönnun DV á þrettán algengum lausasölulyfjum. Ellefu af þeim þrettán sem DV kannaði voru dýrust í Lyfjum og heilsu. Öll þrettán lyfin voru ódýrust í vöruhúsinu Costco. Vert er að taka fram að viðskiptavinir Costco þurfa að greiða ársgjald í versluninni til að geta verslað þar.

Verðkönnun DV var framkvæmd þann 23. nóvember síðastliðinn og voru heimsóttar fimm stórar keðjur sem selja lyf; Costco, Lyf og heilsa, Lyfjaval, Lyfjaver og Lyfja. um 35% verðmunur er á körfu sem inniheldur öll þrettán lausasölulyfin. Ódýrasta karfan var á rúmlega 25 þúsund krónur í Costco, sú dýrasta á tæplega 34 þúsund krónur í Lyfjum og heilsu.

Mestur munur á Panodil Hot

Mestur verðmunur var á verkjastillandi og hitalækkandi lyfinu Panodil Hot. Það er 87% ódýrara í Costco en í apótekinu þar sem það er dýrast, Lyfjum og heilsu. Í Costco kosta tíu skammtar, eða 500 milligrömm, tæplega 850 krónur en í Lyfjum og heilsu er sama magn á 1.588 krónur.

Panodil Hot.

Ofnæmislyfið Loritin er dýrast í Lyfjavali. Þar eru hundrað 10 milligramma töflur á 2.690 krónur. Í Costco, þar sem verðið er lægst er sama magn á 1.484 krónur. Það jafngildir 81% verðmun á hæsta og lægsta verði. Loritin var eina lyfið af þessum þrettán sem var dýrast í Lyfjavali.

Kveflyfið Strepsils með hunangi og sítrónu var dýrast í Lyfju á 2.199 krónur, einni krónu dýrara en í Lyfjum og heilsu. Sama lyf kostaði 1.600 krónur í Costco, var um 37% ódýrara. Einnig var talsverður verðmunur á slímlosandi lyfinu Otrivin Menthol. Það kostaði 1.218 krónur í Lyfjum og heilsu en 868 krónur í Costco. Það er 40% verðmunur.

Níkótínlyf ódýrust í Costco

Ef litið er til níkótínlyfja er Costco með hagstæðasta verðið. Þar kosta 204 stykki af 2 milligramma Nicotinell Fruit rúmlega 3.500 krónur, en tæplega 4.700 krónur í Lyfjum og heilsu. Tveir úðaskammtarar af Nicorette QuickMist eru einnig ódýrastir í Costco á tæplega 6.800 krónur. Sama magn er á tæplega 8.600 krónur í Lyfjum og heilsu.

TREO.

Þá var 31–36% verðmunur á algengu verkjalyfjunum Treo, Paratabs og Íbúfen. Sextíu stykki af Treo voru á rúmlega 1.700 krónur í Costco en rúmar 2.300 krónur í Lyfjum og heilsu. Paratabs, þrjátíu stykki af 500 milligramma töflum, var ódýrast í Costco á 380 krónur en dýrast á 498 krónur í Lyfjum og heilsu. Þá var Íbúfen, fimmtíu stykki af 400 milligramma töflum, á rúmar 700 krónur í Costco en tæpar þúsund krónur í Lyfjum og heilsu.

Heildarniðurstöður verðkönnunar DV má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar