fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Móðir læstist úti meðan ungt barn hennar var inni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. desember 2019 11:59

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom konu í miðborginni til aðstoðar í morgun en konan hafði lokast úti meðan hún fór út með ruslið.

Tilkynning barst klukkan rétt rúmlega níu í morgun en í skeyti frá lögreglu segir að konan hafi ekki haft lykla eða farsíma á sér og var barn hennar, sem er fætt árið 2019, eitt inni í íbúðinni.

Lögreglumönnum tókst að opna hurðina fyrir konuna.

Morguninn hefur verið rólegur í umdæmi lögreglunnar. Tilkynnt var um eitt innbrot í miðborginni í morgun en þar hafði verið brotin rúða og farið inn. Fartölvu var meðal annars stolið. Þá var bifreið stöðvuð á Reynisvatnsvegi. Bílrúður voru hélaðar og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA