fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Fæstar kennslustundir í náttúruvísindum hérlendis

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. desember 2019 11:39

Mynd-Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutfall náttúrufræðigreina af heildarkennslu unglinga er minnst hér á landi miðað við samanburðarlönd. Þetta kemur fram á vef Menntamálastofnunar sem birtir upplýsingarnar í tengslum við niðurstöður PISA-könnunarinnar sem kynntar voru í gær.

Í fréttinni segir að frammistaða íslenskra nemenda á sviði læsis á náttúruvísindi lökust meðal Norðurlandanna og talsvert fyrir neðan meðaltal OECD ríkja.

„Hérlendis skipa náttúruvísindin 8,1% af viðmiðunarstundaskrá unglingastigs grunnskóla. Sambærilegar tölur fyrir ríki sem við berum okkur saman við eru ýmist nokkru eða miklum mun hærri,“ segir í fréttinni.

Bent er á það að hlutfallið sé 9,5% í Noregi, 10,6% í Svíþjóð, 13,3% í Danmörku, 16,5% í Finnlandi og 21,3% í Eistlandi. Eistneskir nemendur koma enda best út samkvæmt niðurstöðum PISA en Ísland er í 29. sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“
Fréttir
Í gær

Stórtækur þjófur með mikið magn vopna í sinni vörslu

Stórtækur þjófur með mikið magn vopna í sinni vörslu