fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Fæstar kennslustundir í náttúruvísindum hérlendis

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. desember 2019 11:39

Mynd-Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutfall náttúrufræðigreina af heildarkennslu unglinga er minnst hér á landi miðað við samanburðarlönd. Þetta kemur fram á vef Menntamálastofnunar sem birtir upplýsingarnar í tengslum við niðurstöður PISA-könnunarinnar sem kynntar voru í gær.

Í fréttinni segir að frammistaða íslenskra nemenda á sviði læsis á náttúruvísindi lökust meðal Norðurlandanna og talsvert fyrir neðan meðaltal OECD ríkja.

„Hérlendis skipa náttúruvísindin 8,1% af viðmiðunarstundaskrá unglingastigs grunnskóla. Sambærilegar tölur fyrir ríki sem við berum okkur saman við eru ýmist nokkru eða miklum mun hærri,“ segir í fréttinni.

Bent er á það að hlutfallið sé 9,5% í Noregi, 10,6% í Svíþjóð, 13,3% í Danmörku, 16,5% í Finnlandi og 21,3% í Eistlandi. Eistneskir nemendur koma enda best út samkvæmt niðurstöðum PISA en Ísland er í 29. sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör