fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Dóttir Gunnars var á heimili lektorsins: Sprautur, eiturlyf og hnífar – „Þetta var ógeðslegt“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 27. desember 2019 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá því fyrr í dag að Kristján Gunnar Valdimarsson, fyrrum aðallögfræðingur Landsbankans fyrir hrun og lektor við Háskóla Íslands, hafi verið handtekinn á jóladag og úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald, eða til 29. desember, grunaður um nauðgun, frelsissviptingu og fleiri brot. Nú hefur faðir stúlkunnar stigið fram en hann segist vera ósáttur með vinnubrögð lögreglu í málinu.

Sjá einnig: Lektor við HÍ með unglingapartí í Vesturbænum: Bauð unglingsstúlkum fíkniefni í skiptum fyrir kynlíf

Gunnar Jónsson er faðir stúlkunnar en hann telur að lögreglan hafi bjargað dóttur hans of seint. Hann segir dóttur sína hafa verið á heimili Kristjáns í að minnsta kosti tíu daga áður en henni var bjargað. Gunnar telur að það að Kristján sé lektor við HÍ hafi haft áhrif á vinnubrögð lögreglu.

„Okkur var sagt það áður en við fórum með lögreglunni að ná í dóttur okkar að við skyldum átta okkur á því að hann væri löglærður og við skyldum ekki fara þarna inn nema með hans samþykki,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi um málið.

Gunnar kallaði til lögreglu vegna dóttur sinnar þann 22. desember síðastliðinn. Í kjölfarið fór lögreglan að heimili Kristjáns. Þar tók Kristján á móti lögreglunni og sagði að dóttir Gunnars væri í góðum málum og að hún vildi ekki tala við lögregluna né foreldra sína. „Það hefði verið réttast og eðlilegast af því við sáum fíkniefni að lögreglan hefði farið inn í íbúðina. Það var ekki gert og ég var ósáttur við það.“

„Þetta var ógeðslegt“

Foreldrar stúlkunnar brugðu á það ráð að senda unga manneskju heim til Kristjáns til að kanna málið. Manneskjan komst inn með því að segjast vera á leiðinni í partýið sem var í gangi hjá honum. Þegar inn var komið sendi manneskjan foreldrunum skilaboð um að dóttir þeirra væri í annarlegu ástandi í húsinu. Auk þess voru eiturlyf, sprautur og hnífar á heimilinu ef marka má mynd sem fylgir frétt Vísis af málinu. Þá kölluðu foreldrar stúlkunnar aftur á lögregluna sem fór á vettvang en á svipuðum tíma kom stúlkan út af heimili Kristjáns í mjög annarlegu ástandi. Hún var því flutt á Landspítalann og er þar ennþá.

Sjá einnig: Kristján Gunnar handtekinn á jóladag og færður í einangrun

„Ég hefði bara auðvitað viljað fá stelpuna fyrra kvöldið. Það er ekkert grín að koma á svona stað og sjá þetta með svona augum hvernig þetta leit út. Hvað þetta var ógeðslegt og þurfa að standa fyrir utan og ná ekki í stelpuna sína, það er ekki auðvelt,“ segir Gunnar en Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður stúlkunnar, tekur undir með honum. „Það átti að bjarga stelpunni þarna sólarhring áður enda ljóst miðað við lýsingar að lögreglan sá fíkniefni þarna inni og það eitt og sér er nóg til að fara inn. Óafsakanleg vinnubrögð,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“