fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Logi Einarsson í ræsinu: „Ég á erfitt með að hemja mig“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2019 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, birti ansi skondnar ljósmyndir af sér á Facebook-síðu sinni. Þar má sjá Loga gera svolítið sem Alþingismenn gera líklega ekki á hverjum degi, að fara ofan í holræsi.

Í færslu sinni skrifar Logi um það þegar hann hjá áhaldadeild Akureyrarbæjar, en þar á hann víst að hafa farið í nokkur ræsi.

„Með skemmtilegri störfum sem ég hef unnið við var hjá áhaldadeild Akureyrar í 10 sumur. Þar sá ég meðal annars til þess að neðanjarðarkerfi bæjarins virkaði sem skildi. Fæstir veita því athygli að jafnaði en átta sig á mikilvægi þess þegar eitthvað klikkar.“

Í lok færslunnar líkir Logi sjálfum sér við gamlan fótboltakappa sem sér bolta, nema í hans tilfelli er það brunnlokið sem kallar.

„Eins og gamlan fótboltamann klæjar eflaust í tærnar þegar hann sér bolta, á ég erfitt með að hemja mig þegar ég rekst á opið brunnlok.“

Hér að neðan má sjá myndir sem Logi birti með færslunni.

Image may contain: 1 person, outdoorImage may contain: shoes and outdoorImage may contain: outdoor

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar