Miðvikudagur 11.desember 2019
Fréttir

Árni er oft spurður hvernig hann nennir að standa í þessu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2019 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ekki einn af þessum dögum sem vekja mikla athygli og umtal. Tilefni hans varðar þó okkur öll,“ segir Árni Einarsson, stjórnarformaður í Almannaheillum, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Þar skrifar Árni um alþjóðlegan dag sjálfboðaliða sem haldinn er þann 5. desember næstkomandi.

Árni bendir á að starfsemi og tilvist almannaheillasamtaka sé hugsanlega sjálfsögð, en almennt leiði fólk hugann lítið að því hvaða þýðingu slík samtök hafa. „En ef þau hyrfu af vettvangi yrðum við áþreifanlega vör við mikilvægi þeirra. Sum samfélagsleg verkefni myndu hreinlega hverfa. Margt af því sem við tökum sem gefnu nú er afrakstur frumkvæðis og baráttu almannaheillasamtaka. Leiðum hugann að því,“ segir Árni og bendir á nokkur dæmi máli sínu til stuðnings.

„Nánast daglega varðar starfsemi almannaheillasamtaka líf okkar á einhvern hátt, svo sem starf íþróttafélaga, æskulýðsfélaga, foreldrafélaga, félaga í menningar- og listalífi, réttindamálum, velferðarmálum, stjórnmálum og þjónustu af ýmsum toga. Þar standa vaktina þúsundir fólks sem ver ómældum vinnustundum endurgjaldslaust í okkar þágu og samfélagsins.“

Árni segir að almannaheillasamtök hafi einnig miklu lýðræðishlutverki að gegna; þau séu vettvangur til að hafa áhrif á þróun samfélagsins, til dæmis með því að leggja línur um þróun og framkvæmd verkefna af ýmsu tagi.

„Ég hef varið stærstum hluta ævi minnar í að starfa á vettvangi almannaheillasamtaka og verið spurður að því hvernig í ósköpunum ég nenni að ,,eyða“ tímanum í eitthvað sem ég fæ ekkert fyrir. Ég lít ekki þannig á. Fyrir utan tækifærið til þess að taka þátt í að móta umhverfi og samfélag, er það vettvangur til þess að kynnast og starfa með fjölda góðra manna og kvenna sem auðga tilveruna og næra mennskuna. Það er ekki svo lítils virði,“ segir hann.

Árni endar grein sína á þeim orðum að dagur sjálfboðaliðans sé kjörið tækifæri til að leiða hugann að mikilvægi almannaheillasamtaka. Hvetur hann fólk til að finna sér félög eða samtök til að skrá sig í. „Það er ein leið til þess að hafa áhrif á gang mála í samfélaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl