fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Jaroslava fullyrðir að starfsemi Goldfinger hafi verið lögleg – Hvorki með eða á móti vændi: „Það er munurinn á vændiskonu og hóru“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 15. desember 2019 12:20

Jaroslava opnar sig upp á gátt í viðtalið við *DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jaroslava Davíðsson, ekkja Geira á Goldfinger, tók við rekstri þessa fyrrum nektardansstaðar þegar að Geiri féll frá árið 2012. Nú skilja leiðir en Jaroslava hefur selt reksturinn. Hún gerir upp fortíðina í ítarlegu viðtali við DV.

Stendur „pimp“ á bakinu á mér?

Goldfinger, sem og aðrir staðir af svipuðum toga, voru oft tengdir við skuggahliðar lífsins; mafíuna, vændi og mansal. Eitthvað sem fékkst aldrei sannað. Jaroslava vísar því algjörlega á bug að slíkt hafi viðgengist á staðnum.

„Ég skil mjög vel að þessi rekstur hafi verið tengdur við eitthvað misjafnt. Erlendis og í bíómyndum er strippdans tengdur vændi og mafíunni – undirheimunum. Sumir hringdu og spurðu hvort ég gæti sent stelpur heim til þeirra gegn þóknun. Ég geri ekki svoleiðis. Stelpurnar voru aldrei seldar inni á staðnum. Þær réðu hvað þær gerðu eftir vinnu, en oftast vildu þær bara fara heim til að hvíla sig svo þær gætu komið aftur í vinnu daginn eftir til að þéna meiri pening. Að vera nektardansmær er erfitt starf. Þetta eru ekki einhverjar heimskar píur heldur þurfa þær að geta talað við hvern sem er um hvað sem er. Þær þurfa að brosa og vera ánægðar, sama hvað gengur á í þeirra einkalífi. Ég hafði stundum áhyggjur af þeim, hvað þær væru að gera eftir vinnu, en ég fullvissaði mig um að ég væri ekki með neina krakka í vinnu heldur sterkar, klárar konur,“ segir Jaroslava. Þá liggur beinast við að spyrja hana hvað henni finnist um vændi. Á hana kemur fát og hún hvorki styður það né er á móti því.

„Mér finnst að vændiskonur eigi að ákveða sjálfar að þær ætli að vinna í vændi og þurfa að vilja það. Þær þurfa að vera klárar í kollinum og eiga hús og bíl. Hinar eru bara hórur. Það er munurinn á vændiskonu og hóru.“

Jaroslava segist fá alls kyns skrýtnar spurningar, bæði nú og þá, vegna hjónabands hennar og Geira og rekstrar súlustaða. Stundum koma þessar spurningar frá bláókunnugu fólki en Jaroslövu er sama um hnýsnina. Hún segist vera sem opin bók og það sé lítið sem komi henni í uppnám í þeim efnum. En hver er þá skrýtnasta spurningin sem hún hefur fengið á ferlinum?

„Hvort ég hafi einhvern tímann selt mig. Ég svaraði þessari spurningu ekki einu sinni. Ég held að fólk haldi að það geti spurt mig að hverju sem er því ég er ekkjan hans Geira og hef rekið Goldfinger. Stundum spyr ég einfaldlega hvort það standi „pimp“ á bakinu á mér því fólk lítur oft á mig eins og maddömu.“

Karlmenn eiga að vera karlmenn

Talið berst að Metoo-byltingunni og femínisma. Jaroslava segist ekki vera femínisti og er að eigin sögn frekar gamaldags í hugsun þegar kemur að kynjahlutverkunum.

„Karlmenn eiga að vera karlmenn. Konur geta ekki verið karlmenn. Karlmenn eiga að vera einu „leveli“ hærra en konur. Ef kona vill að karlmaður geri allt fyrir sig þá verður hún að sýna honum virðingu í staðinn fyrir að nöldra í honum að gera húsverkin. Karlmenn á móti eiga að sýna konum virðingu. Kannski er gott að það er ekki allt jafnt. Fólk á að virða hvert annað – sama hvort kynið er.“

En hefur hún aldrei verið hrædd á Goldfinger?

„Jú, það hefur komið fyrir, en ég læt ekki bera á því. Ég varð að sýna fólki að ég væri sterk til að öðlast virðingu þess. Þegar Geiri dó þurfti ég að ákveða hvort ég ætlaði að gefast upp eða halda áfram. Ég valdi að halda áfram.“

Við Jaroslava kveðjumst að sinni. Tilhlökkun vegna kveðjuhófsins á laugardaginn umlykur hana og hún hræðist ekki framtíðina.

„Það sem gerðist í gær er búið á morgun. Ég tek bara einn dag í einu, eitt skref í einu og kem í heimsókn á Goldfinger ef mér leiðist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar