fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Sjáðu veðurspána fyrir helgina – Eins gott að klæða sig vel

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. desember 2019 14:12

Kvenmannsnafnið Winter er orðið gjaldgengt í íslensku máli. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má reikna með hæglætisveðri um helgina sem margir myndu segja að væri kærkomið miðað við óveðrið sem gengið hefur yfir landið síðastliðinn sólarhring.

Þó vindur verði hægur má búast við miklu frosti um nær allt land eins og myndin hér að neðan ber með sér. Hafa ber í huga að tölurnar á umræddu korti geta verið fljótar að breytast en ef marka má textaspá Veðurstofunnar verður býsna kalt á landinu næstu daga.

Veðurstofan á von á því að það muni herða á frosti annað kvöld og á föstudag verði það á bilinu 5 til 15 stig. Á Hveravöllum og Sandbúðum gæti frostið farið niður fyrir tuttugu gráður.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Norðlæg átt 5-13 m/s, skýjað og dálítil él á N-landi. Bjart með köflum annars staðar, en stöku él syðst á landinu. Frost 5 til 15 stig.

Á laugardag:
Norðlæg átt og stöku él með N-ströndinni og á SV-horninu, annars víða bjart. Áfram kalt í veðri.

Á sunnudag og mánudag:
Stíf norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en þurrt S-til á landinu. Minnkandi frost.

Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt og stöku él við N- og A-ströndina. Hiti um og undir frostmarki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“