fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. desember 2019 09:43

Mynd úr Keflavík frá síðasta óveðri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er hreint ótrúlegt að skoða veðurathuganir á vef Veðurstofunnar,“ segir í frétt á veðurvefnum Blika.is sem birtist seint í gærkvöldi.

Þar kom fram að mestur vindurinn hafi mælst á toppi Skálafells, en þar mældust 58 metrar á sekúndu. Í frétt Blika kemur fram að það sé aðeins rúmum fjórum metrum á sekúndu frá mesta vindhraða sem mælst hefur á Íslandi.

„Ekki er útilokað að það met eigi eftir að falla í þessu óviðri. Einnig vekur athygli mikill vindur á Þingvöllum, 29 m/s og 42 m/s í hviðum. Svo háar tölur hafa trúlega ekki sést á Þingvöllum í háa herrans tíð. Að vísu sýnir mælirinn á Þingvöllum þveröfuga vindátt, en trúlega er hann vitlaust pólaður og sýnir réttan vindhraða,“ segir í fréttinni.

Þá er bent á athyglisverðar vindatölur í Reykjavík þar sem kortið gaf til kynna tólf metra á sekúndu.

„Byggð og gróður í nágrenni mælisins hefur greinilega áhrif á mælinguna á Bústaðavegi. Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu mælist mun meiri vindur og hafa stöðvarnar Seltjarnarnes, Geldinganes og Straumsvík verið að sýna vindhraða 24 – 28 m/s meira og minna í allt kvöld.“

Veðrið náði hámarki í gærkvöldi en enn má búast við töluverðum vindi fram á hádegi í dag og á morgun. Þannig er gert ráð fyrir mjög slæmu veðrið sunnan Vatnajökuls og þar gæti vindur farið í 33 til 38 metra á sekúndu í dag.

Hér að neðan má sjá kort Veðurstofunnar frá því í gærkvöldi en það sýnir vindhraða á suðvesturhorni landsins. Ekki er algengt að svo háar tölur sjáist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita