fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Brak úr húsum fýkur um götur Ólafsfjarðar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. desember 2019 07:33

Björgunarsveit að störfum. Myndin tengist ekki frétt beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á Ólafsfirði hafa þakplötur og brak úr tveimur húsum verið að fjúka frá húsunum í nótt,“ segir í skeyti frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Lögregla hvetur fólk til að vera á varðbergi og ekki á ferðinni þar sem brak úr húsunum getur farið um.

„Menn frá björgunarsveitinni Tindur á Ólafsfirði hafa gefið þessu auga en vegna veðurofsa hefur ekki verið hægt að koma við neinum aðgerðum til að fergja húsin eða hindra fok frá þeim. Þessi hús eru við Pálsbergsgötu og hús Norlandia. Brak frá þessum byggingum hefur fokið inn á Aðalgötu, Strandgötu, Kirkjuveg, Vesturgötu og fleiri götur undan veðrinu. Björgunarsveitarmenn vilja vara sérstaklega við þessu og hvetja fólk til að vera mjög á varðbergi gagnvart þessu og alls ekki á ferðinni þar sem brak úr húsunum getur farið um,“ segir í skeyti lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin