Þriðjudagur 21.janúar 2020
Fréttir

Hrottafullt ofbeldi í Mjódd – Unglingahópur réðst á starfsmann verslunar – Íkveikjutilraun á heimili hans í kjölfarið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm unglingar sátu fyrir starfsmanni verslunar í Mjódd á tólfta tímanum í gærkvöld, spreyjuðu á hann piparúða og börðu hann svo af hlaust meðal annars glóðarauga. Maðurinn er sterkur og hafði í fullu tré við unglingana sem flúðu af vettvangi en höfðu í hótunum við manninn. Í morgun reyndu þeir síðan að kveikja í póstkassa við heimili hans.

Maðurinn er kornungur eða undir tvítugu, en árásarmennirnir eru flestir eða allir 16 ára. Fyrir þeim fer piltur sem móðir árásarmannsins segir að eigi í miklum erfiðleikum og virðist vera í fíkniefnaneyslu. Móðir starfsmannsins ræddi nafnlaust við DV um málið:

„Þeir komu inn í verslunina og voru þar með stæla og læti. Svoleiðis er ekki hægt að líða í verslunum og hann bað þá um að fara. Þeir höfðu í hótunum við hann og sögðust ætla að berja hann síðar. Hann tók ekki mark á þeim hótunum en þegar hann hélt af stað heimleiðis eftir vaktina sátu þeir fyrir honum fyrir utan og réðust á hann. Forsprakkinn spreyjaði piparúða á hann svo þeir næðu betri tökum á honum. Strákurinn minn er hins vegar nautsterkur og hann náði að berja þá af sér svo þeir flúðu af vettvangi en hótuðu því að þeir myndu koma heim til hans og eyðileggja eitthvað þar.“

Móðirin segir að sonur hennar hafi farið á bráðamóttökuna til aðhlynningar vegna piparúðans enda var hann með mikinn kláða í auganu. Hins vegar hafi hann ekki hlotið mikla áverka, sé þó með glóðarauga og einhverja rispu í andliti.

„Ég vakna síðan við það í morgun að nágranni hefur samband og lætur mig vita af því að reynt hafi verið að kveikja í póstkassanum hjá okkur,“ segir hún og svo virðist því sem piltarnir hafi gert alvöru úr hótun sinni um skemmdarverk á heimilinu.

Sonur hennar er í skóla með fram vinnu sinni og mætti í jólapróf í morgun þrátt fyrir árásina í gærkvöld. Lætur hann engan bilbug á sér finna. Árásarmennirnir sendu honum hótanir í textaskilaboðum um að gera móður hans og systur mein. „Hann hefur áhyggjur af okkur og brýndi fyrir okkur að hafa læstar dyrnar, en hann hefur engar áhyggjur af sjálfum sér,“  segir móðirin.

Lögreglan kom á vettvang vegna íkveikjunnar en fólkið býr í Seljahverfi. Þau veit hver árásarmennirnir eru en forsprakkinn býr í nágrenninu. Gat hún því gefið lögreglunni greinargóðar upplýsingar og málið ætti að vera auðleyst. Mun hún gefa lögreglu formlega skýrslu á næstunni en sonurinn gefur skýrslu á fimmtudag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sólveig segir ótrúlegt að Árni Páll hafi lækað „kvenfyrirlitningu“

Sólveig segir ótrúlegt að Árni Páll hafi lækað „kvenfyrirlitningu“
Fréttir
Í gær

Tveir menn rændu dreng í Langholtshverfi

Tveir menn rændu dreng í Langholtshverfi
Í gær
Þögnin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílslys á Sandgerðisvegi

Bílslys á Sandgerðisvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhannes snúinn aftur og opnar nýja stofu – Sakaður um á þriðja tug kynferðisbrota – „Þetta er grátlegt,skammarlegt og með öllu ómanneskjulegt“

Jóhannes snúinn aftur og opnar nýja stofu – Sakaður um á þriðja tug kynferðisbrota – „Þetta er grátlegt,skammarlegt og með öllu ómanneskjulegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öllu rústað í stjórnklefa skipsins

Öllu rústað í stjórnklefa skipsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö börn alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi

Tvö börn alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi