fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Einn í gæsluvarðhald vegna mannslátsins í gær

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. desember 2019 15:02

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður um fimmtugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald, eða til 19. desember, á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á andláti karlmanns á sextugsaldri í gær.

Eins og fram hefur komið féll hinn látni fram af svölum íbúðar fjölbýlishúss í austurborginni eftir hádegi í gær og var fluttur á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn. Fimm karlmenn voru handteknir á vettvangi og hefur einn þeirra verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi, líkt og áður sagði, en hinir fjórir eru lausir úr haldi lögreglu.

Mennirnir eru allir erlendir og einnig sá látni.

Rannsókn lögreglu gengur vel, en hún miðar að því að leiða í ljós með hvaða hætti maðurinn féll fram af svölunum.

Miðað við þessa þróun málsins er ljóst að möguleiki er á því að andlát mannsins hafi verið af mannavöldum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd