fbpx
Miðvikudagur 23.september 2020
Fréttir

Kolbrún Bergþórsdóttir um mál albönsku konunnar: „Það fer ekki fram hjá neinni réttsýnni manneskju að þarna var harkalega að verki staðið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 08:57

Kolbrún Bergþórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, gagnrýnir stjórnvöld fyrir meðferðina á albönsku konunni í vikunni, en mikla athygli hefur vakið að þungaðri konu sem komin var 36 vikur á leið var vísað úr landi og þurfti hún að fljúga langa leið til Albaníu. Kolbrún fjallar um málið í leiðara Fréttablaðsins:

„Ekki er einkennilegt að það skuli vefjast fyrir fólki að sjá mannúðina í því að barnshafandi albanskri konu sem komin er rúma átta mánuði á leið skuli vera vísað úr landi, ásamt tveggja ára barni sínu og eiginmanni. Það er einfaldlega ekkert mannúðlegt við slíka gjörð. Það breytir engu þótt forsvarsmenn Útlendingastofnunar tönglist á því að engar reglur hafi verið brotnar og bendi um leið á að þarna hafi verið um að ræða einkar skilvirkt ferli.“

Kolbrún segir að fólk frá fjarlægum löndum í leit að betra lífi fái oft harkalegar móttökur hér á landi:

„Það fer ekki fram hjá neinni réttsýnni manneskju að þarna var harkalega að verki staðið – eins og svo oft áður þegar í hlut á fólk sem hingað kemur frá fjarlægum löndum í leit að betra lífi. Ekkert þráir það heitar en að búa börnum sínum öruggt skjól og geta séð fyrir sér. Nokkuð sem Íslendingar ættu virkilega að gleðjast yfir að geta veitt þeim. En kerfið og reglugerðirnar gera sannarlega ekki sjálfkrafa ráð fyrir manngæsku og gestrisni. Þar er einstaklingur sem þráir betra líf bara hluti af tölfræði, enn einn í stórum hópi þeirra sem hingað leita, og helst þarf að losna við sem allra fyrst. Best þykir því að senda hann sem snarast burt með flugvél eitthvert annað. Þetta heitir víst skilvirk afgreiðsla. Vissulega þykir fremur óþægilegt ef viðkomandi er barnshafandi kona. Það ástand hennar býður upp á að fólk sem er ekki í nægum takti við raunveruleikann og skilur ekki reglur komist í mikið tilfinningauppnám með tilheyrandi fjölmiðlaumfjöllun í upphrópunarstíl sem kallar óþarfa vesen yfir hinar ýmsu stofnanir, ekki síst Útlendingastofnun.“

Kolbrún segir að stórum hópi Íslendinga blöskri hin ómannúðlega meðferð sem fólk er leitað hingað í neyð sé beitt. Jafnvel þó að fólk hafi aðlagast vel lífinu hér í landi sé það sent burt loks eftir að fjallað hefi verið um mál þess í kerfinu. Kolbrún segir að lokum:

„Viljum við virkilega búa í landi þar sem hugsunin er á þessa leið? Íslendingar geta auðveldlega lagt sitt lóð á vogarskálar til að rétta fólki í neyð hjálparhönd. Vissulega er ekki hægt að hjálpa öllum, en samt svo miklu fleirum en nú er gert. Þegar ómanneskjulegar reglugerðir standa í vegi fyrir því þá er réttast að losa sig við þær.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“
Fréttir
Í gær

Steinunn Ólína hvetur til borgaralegar óhlýðni – Varar fólk við því að gerast leynilöggur

Steinunn Ólína hvetur til borgaralegar óhlýðni – Varar fólk við því að gerast leynilöggur
Fréttir
Í gær

Eyðilagði þrjá vörubíla og traktor fyrir tugi milljóna við Elliðaárdalinn – Sagðist vera starfsmaður hjá öðru iðnaðarfyrirtæki

Eyðilagði þrjá vörubíla og traktor fyrir tugi milljóna við Elliðaárdalinn – Sagðist vera starfsmaður hjá öðru iðnaðarfyrirtæki
Fréttir
Í gær

Reynir vill nafngreina og myndbirta óprúttna smitbera – „Sekir um tilraun til manndráps“

Reynir vill nafngreina og myndbirta óprúttna smitbera – „Sekir um tilraun til manndráps“
Fréttir
Í gær

Gísli var nakinn þegar Gunnar mætti honum með haglabyssuna – „Þau gerðu grín að mér“

Gísli var nakinn þegar Gunnar mætti honum með haglabyssuna – „Þau gerðu grín að mér“