fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Hryllingur við HÍ – Íslandsmeistari í handbolta sparkaði ítrekað í höfuð liggjandi manns

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Aron Sveinsson, leikmaður Vals í handbolta, hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af eru sjö mánuðir skilorðsbundnir. Ástæðan er hrottaleg árás hans á annan mann á Októberfest Háskóla Íslands árið 2017. Fórnarlamb hans var 21 árs þegar árásin átti sér stað.

Samkvæmt dómi sparkaði Sveinn meðal annars í höfuð mannsins þar sem hann lá í jörðinni. Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 9. september 2017, á bílastæði við Sæmundargötu í Reykjavík. Sveinn réðst á manninn, sem féll til jarðar, og sparkaði ítrekað í höfuð hans. Í dómi segir að maðurinn hafi hlotið af þessu:

„Dreifða heilaáverka, áverkainnanskúmsblæðingu, áverkainnanbastblæðingu, kúpuhvolfsbrot, opið sár á hársverði, opið sár á vör og munnholi, nefbeinsbrot, opið sár á mjóbaki og mjaðmagrind, opið sár á úlnlið og hönd, marga yfirborðsáverka á höfði og brot á bitkanti vinstri framtannar í efri góm.“

Dómur Sveins er heldur vægur í ljósi þessa en það skýrt með því að hann hefur hreinan sakaferil og talsverður dráttur hefur verið á málinu. Dómari bendir þó á að árás Sveins hafi verið sértaklega hættuleg og hlaust af mikið líkamstjón.

Líkt og fyrr segir þá er Sveinn Aron leikmaður hjá Val. Á þar síðasta tímabili, þegar Valsmenn urðu Íslandsmeistarar, skoraði hann 79 mörk í 26 leikjum. Hann hefur spilað sjö leiki á yfirstandandi tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar