fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Var rekinn úr starfi og stal öllu steini léttara – Handtekinn á leið úr landi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 11:03

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að heimili í austurborginni morgun einn í vikunni, en þar hafði verið brotist inn og stolið munum af húsráðendum – tölvum, tækjum og öðru fémætu. Á staðnum bjuggu erlendir verkamenn sem hafa oft skamma veru á Íslandi og tjónið því tilfinnanlegt fyrir fólkið, eins og iðulega er með innbrot og þjófnaði.“

Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér.

Þar segir að rannsóknarlögreglumaður í umræddu máli hafi komist fljótlega að því að samstarfsmaður íbúa hafi verið rekinn úr starfi fyrr um daginn og hefði líklega bókað flug úr landi að kvöldi sama dags.

„Voru því góð ráð dýr og því var haft samband við embætti lögreglustjórans á suðurnesjum og óskað eftir því að viðkomandi aðili yrði stoppaður á leið úr landi og kannað með skóbúnað hans, upp á samanburð við fótspor sem fundust á vettvangi.

Reyndist hugboð rannsóknarlögreglumannsins rétt, lögreglan á suðurnesjum greip manninn glóðvolgan í Leifsstöð þar sem hann var leið úr landi. Við frekari athugun á manninum reyndust skór hans passa við fótsporið sem rannsakarinn fann á vettvangi. Eftirleikurinn var auðveldur, maðurinn var handtekinn og allt þýfið úr innbrotinu fannst í farangri hans. Málið er á lokastigum rannsóknar,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin