fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
Fréttir

Sakar þá um hræsni sem gagnrýndu brottflutning albönsku konunnar – „Glenna sig opinberlega í hlutverki góðmennis“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið ræðst í leiðara sínum í dag gegn þeim sem létu þung orð falla í gær vegna brottvísunar þungaðrar albanskrar konu frá landinu og fléttar málið inn í umræður um þungunarrof. Morgunblaðið kallar þá hræsnara sem studdu frumvarp til laga um þungunarrof í vor en mótmæltu meðferðinni á albönsku fjölskyldunni. Deilt var um í gær hvort óhætt hafi verið að senda konuna, sem komin var á 36. viku meðgöngu, í langt flug. Morgunblaðið rifjar upp framgöngu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í umræðunum um þungunarrof:

„Logi Einarsson formaður Samfylkingar virtist vera með enn bögglaðri samvisku á þessari vegferð svo hann vildi ekki kannast við að þarna væri yfirleitt verið að fjalla um barn í móðurkviði, sem er hugtakið sem gilt hefur í allri slíkri umræðu um þúsundir alda.

Hann taldi að með þungunarrofinu væri hvorki verið að eyða fóstri (þótt lög hafi orðað það svo þar til í ár) og því síður barni. Þetta sem var tekið eða eytt var „frumuklasi“.“

Mogginn segir að nú sé annað hljóð komið í strokkinn hjá formanni Samfylkingarinnar:

„En þegar sami formaður þarf að glenna sig opinberlega í hlutverki góðmennis vegna brottvísunar fólks frá Albaníu horfir málið allt öðruvísi við. Þá gengur konan sem á í hlut ekki með frumuklasa eins og Samfylking kallar barn í móðurkviði, þegar rætt er um víðtækari heimildir til að eyða því. Þá er það hagur barns sem er í hættu.“

Mogginn gagnrýnir líka Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, sem hafði sig í frammi vegna máls albönsku konunnar í gær, og síðan segir:

„Kannski væri ráð fyrir þá sem með þessu tali fylgjast núna að slá því upp hvernig þetta sama fólk talaði í umræðunni um „þungunarrofið“ sitt. Þá kom barn í hinni hefðbundnu merkingu lítt við sögu. Þó eru þau talin í hundruðum sem mæta slíkum örlögum á hverju ári. Það sjá því allir sem eitthvað sjá að ekkert blasir betur við í allri þessari umræðu en hræsnin og tvöfeldnin.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar aftur brotlegur – Sat inni í Noregi fyrir að bana bróður sínum

Gunnar aftur brotlegur – Sat inni í Noregi fyrir að bana bróður sínum
Fréttir
Í gær

Gabríel Þór keypti TR-húsið á tæpan milljarð – Umsvif hans vekja spurningar

Gabríel Þór keypti TR-húsið á tæpan milljarð – Umsvif hans vekja spurningar
Fréttir
Í gær

Auglýsti gistingu á Þjóðhátíð og netverjar eru fjúkandi yfir verðinu – „Mundu bara að karma er alltaf að fylgjast með“

Auglýsti gistingu á Þjóðhátíð og netverjar eru fjúkandi yfir verðinu – „Mundu bara að karma er alltaf að fylgjast með“
Fréttir
Í gær

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman