fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Ætlaði að rétta bílinn af en ók í gegnum rúðu veitingastaðar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 08:23

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

39 mál voru skráð í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til 05 í morgun. Klukkan 20:30 var tilkynnt um umferðaróhapp við Hlemm þegar ökumaður ók í gegnum rúðu veitingastaðar. Að sögn lögreglu ætlaði ökumaðurinn að rétta bifreiðina af í stæði en ekki vildi betur til en svo að hann ók í gegnum rúðuna. Engin slys urðu á fólki.

Á ellefta tímanum kom nokkuð óvenjulegt mál inn á borð lögreglu. Þar var tilkynnt um menn í áflogum í Hlíðahverfi, en síðar kom á daginn að þarna voru óðamála vinir í innilegum faðmlögum, að sögn lögreglu.

Á þriðja tímanum í nótt hafði lögregla afskipti af 16 ára ökumanni í Seljahverfi í Breiðholti. Pilturinn ungi var kærður fyrir akstur án ökuréttinda og eldri farþegi í bílnum var kærður fyrir að fela unga manninum stjórn ökutækisins. Haft var samband við forráðamann og málið tilkynnt til barnaverndar venju samkvæmt.

Þessu til viðbótar voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um fíkniefnaakstur. Í einu tilvikinu haldlagði lögregla hníf sem ökumaður hafði meðferðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Fólk á sumardekkjum að valda miklum vandræðum í umferðinni

Fólk á sumardekkjum að valda miklum vandræðum í umferðinni
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Þorvaldur orðinn hundleiður á stöðunni: „Af hverju er ekki hlustað á okkur nema þegar eitthvað hræðilegt gerist“

Þorvaldur orðinn hundleiður á stöðunni: „Af hverju er ekki hlustað á okkur nema þegar eitthvað hræðilegt gerist“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Komst hvorki lönd né strönd á rennisléttum sumardekkjunum

Komst hvorki lönd né strönd á rennisléttum sumardekkjunum
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“
Fréttir
Í gær

María opnar sig um áralangt ofbeldi – „Maður festist í fangelsi óttans“

María opnar sig um áralangt ofbeldi – „Maður festist í fangelsi óttans“
Fréttir
Í gær

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“