fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Óánægja og mikil starfsmannavelta á BUGL

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. nóvember 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hefur starfsmannaveltan á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, verið í kringum 45 prósent hjá fagfólki. Mikil óánægja ríkir hjá fagfólki sem starfar á deildinni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ingibjörgu Karlsdóttur, félagsráðgjafa hjá BUGL, að vel þjálfaðir starfsmenn séu að hverfa til annarra betur launaðra starfa þar sem BUGL sé ekki samkeppnishæft eða eftirsóknarverður vinnustaður vegna umtalsvert lakari kjara en eru í boði annarsstaðar hjá ríki og sveitarfélögum.

Dæmi eru um að fagfólki hafi staðið einfaldari störf hjá heilsugæslustöðvum og félagsþjónustu sveitarfélaga til boða með 150 til 200 þúsund króna hærri laun á mánuði.

510 börn njóta nú þjónustu hjá BUGL en þessi hópur er viðkvæmur og glímir við fjölþættan vanda. Komum á göngudeild hefur fjölgað töluvert á milli ára en á síðasta ári fjölgaði komum um 16 prósent.

Haft er eftir Guðrúnu Bryndísi Guðmundsdóttur, yfirlækni á BUGL, að útlit sé fyrir að komum muni halda áfram að fjölga á þessu ári eða um tæplega 15 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“