Miðvikudagur 11.desember 2019
Fréttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst afsökunnar: Ölvaði unglingurinn var bara veikur

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 29. nóvember 2019 15:26

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur beðist afsökunar á umfjöllun hennar í gær sem varðaði ölvun á skólaskemmtun.

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst afsökunar á umfjöllun um útkall hennar á skólaskemmtun í Breiðholti í gærkvöld, en frétt fjölmiðla var byggð á upplýsingum frá embættinu,“ segir í Facebook-færslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Greint var frá aðila sem var í annarlegu ástandi, en af því mátti ráða að viðkomandi hefði verið ölvaður eða undir áhrifum fíkniefna. Svo var þó alls ekki heldur var um veikindi að ræða. Lögreglunni hafa borist, mjög svo réttilega, kvartanir vegna fréttarinnar og harmar hún mjög að hafa valdið fólki óþægindum og sárindum.“

Lögreglan segir að það sé ljóst að mistök hafi verið gerð við upplýsingagjöf. „Ekki var sýnd viðeigandi nærgætni enda um viðkvæmar upplýsingar að ræða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill því ítreka afsökunarbeiðnina og biður alla hlutaðeigendur velvirðingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl