fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Fréttir

Þjónustustjóri hjá Isavia sagður hafa þegið þrjár og hálfa milljón í mútur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 16:33

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært fyrirverandi þjónustustjóra hjá Isavia fyrir mútur og umboðssvik. Þetta kemur fram í frétt á RÚV. Segir í ákærunni að Isavia hafi að áeggjan þjónustustjórans fært viðskipti varðandi miða í bílastæðahlið frá norsku tæknifyrirtæki til íslensks fyrirtækis. Miðarnir frá íslenska fyrirtækinu voru miklu dýrari en hjá hinu norska og skiptu þjónustustjórinn og framkvæmdastjóri fyrirtækisins þeim ágóða á milli sín. Saksóknari segir að þegar Isavia keypti 760 þúsund aðgangsmiða í júní 2015 hafi þjónustustjórinn í krafti stöðu sinnar séð til þess að Isavia borgaði óeðlilega hátt verð.  Hann og framkvæmdastjórinn höfðu þá gert með sér samkomulag um að skipta ávinningnum á milli sín. Í frétt RÚV er framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins sagður hafa hagnast persónulega um 4,5 milljónir á viðskiptunum. Þjónustustjóri Isavia er sagður hafa hagnast um 3,5 milljónir á þessu athæfi.

Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun desember.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun