fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Ókunnugur karl áreitti Hildi og bað hana um að brosa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. nóvember 2019 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Lilliendahl greinir frá á Facebook atviki sem hún varð fyrir á dögunum. Hún bannar fjölmiðlum að fjalla um málið en rétt er að taka fram að það væri óeðlilegt að samþykkja það þar sem hún er áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum. Í stöðufærslunni segir hún að ókunnugur maður hafi tekið hana tali og sagt henni að brosa. Færslan minnir talsvert á þekkt erlent umræðuefni femínista, þegar karlmenn segja ókunnugar konur um að brosa.

Hildur hefur færsluna á því að skrifa: „BANNAÐ AÐ FJALLA UM Í FJÖLMIÐLUM, THANK YOU VERY NICE“. Hún heldur svo áfram: „Í dag, rétt um klukkan fjögur, tyllti ég mér inn á bar til að vinna í fyrirlestri. Var búin að sitja alein í úlpu og með húfu yfir einum bjór í einn og hálfan tíma að skrifa og lesa til undirbúnings mjöööög hræðilegar sögur um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi þegar einhver bláókunnugur karl, rétt um sextugt gæti ég trúað, sem hafði verið að vappa í kringum mig í dágóðan tíma og bíða færis, pikkaði í öxlina á mér og sagði: Fyrirgefðu, má ég segja eitt? Ég sagði „já“ eins lágt og ég gat, án þess að líta upp og hélt áfram að pikka á tölvuna,“ segir Hildur.

Hún segir manninn hafa sagt henni að brosa: „Hann sagði þá (í alvörunni, þetta var það eina sem hann vildi segja við mig) „ÞÚ ÆTTIR AÐ BROSA MEIRA, ÞÚ ERT MIKLU FALLEGRI ÞANNIG“. Þetta varð til þess að ég leit upp, horfði í augun á honum, brosti smáááá og gaf honum fingurinn. Honum brá dáldið og spurði hvers vegna. Ég sagði „af því að þér kemur bara nákvæmlega ekkert við hvað ég geri við andlitið mitt.“ Nú jæja ok sagði hann og fór.“

Hildur segist ekki skilja hvað þessum manni hafi gengið til. „Ég skil ekki hvernig fólki getur mögulega dottið þetta í hug. Mitt síðasta verk í lífinu væri að ganga upp að ókunnugri manneskju og kenna henni hvernig hún gæti virkað aðeins meira aðlaðandi eða falleg fyrir mér. HVAÐ ER AÐ? Af hverju finnst ykkur þetta í lagi?,“ spyr Hildur.

Að lokum segir hún mönnum að þetta sé ekki í lægi. „Fyrir ykkur, karlar, sem dettur í hug að hugsa svona, hvað þá segja það: konur eru ekki til fyrir ykkur. Við erum ekki fæddar til að þið getið glaðst við að horfa á okkur. Þið eigið nákvæmlega enga heimtingu á því að við beitum vöðvum eða líkömum okkar þannig að ykkur líði betur við að horfa á okkur. Látið okkur bara plís í friði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn
Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“