fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Fréttir

Hallgrímur líkir Björgólfi við reddara úr undirheimum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. nóvember 2019 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Helgason rithöfundur gagnrýnir Björgólfur Jóhannsson, nýjan forstjóra Samherja, og líkir honum við persónu Harvey Keitel í Pulp Fiction, Úlfinn svokallaða. Í stuttu máli má segja að Úlfurinn sé reddari úr undirheimanum sem þrífur til eftir voðaverk. Hallgrímur gerir svo grín af tilraun Samherja og Björgólfs til að rannsaka sjálfan sig. Hann segir það gefa augaleið hver niðurstaða norsku lögmannsstofunnar, sem á að sjá um rannsóknina, verði.

„Björgólfur Jóhannsson er svona Harvey Keitel í Pulp Fiction, kallaður inn til að redda málunum og þrífa upp eftir krimmana. Sigmar þjarmaði vel að honum í morgun en það var nokkuð átakanlegt að heyra manninn hanga í orðinu „lögmannsstofa“ en samkvæmt honum verður engin vörn í málinu fyrr en „lögmannsstofan“ þeirra hefur farið yfir málið. Að lokum var „lögmannsstofa“ Samherja farin að hljóma eins og efnahagsbrotadeild lögreglunnar, ef ekki Hæstiréttur Íslands,“ segir Hallgrímur.

Hann spyr hví nokkuð mark sé tekið á þessu. „Hvað kemur okkur við hvað einver lögmannsstofa útí löndum mun segja um afbrot þeirra sem borga henni fyrir álitið? Nú er bráðum vika liðin og enn hafa Samherjamenn ekki getað gefið neinar skýringar á greiðslunum til ráðherranna í Namibíu. Hulda Geirsdóttir átti samt bestu spurninguna: Hvers vegna tókstu þetta að þér? Og tónninn í spurningunni var svo nettur, hann innihélt orðin „í ósköpunum“,“ skrifar Hallgrímur.

Hann veltir fyrir sér hvers vegna Björgólfur tekur þetta starf að sér. „Hvers vegna í ósköpunum ertu að taka að þér að verja glæpamenn? Já, hversvegna er stjórnarformaður Íslandsstofu að demba sér ofan í drullupottinn sem hafði svert orðspor Íslands? Svarið innihélt einhver fimmtíu ár af karlavináttu í íslensku viðskiptalífi, loðin orð og jamm og já, og loks nefndi hann að Þorsteinn Már hefði orðið fyrir „áfalli“. Á hafnarbakkanum fyrir norðan stóð svo Óskar Magnússon árvakur mjög með Þorsteini Má í viðtali við Stöð 2, og mátti sjá að hann var til í að kasta sér í höfnina í öllum jakkafötunum fyrir mútumeistarann,“ skrifar Hallgrímur.

Hann segir þetta dæmi um samtryggingu ákveðna manna á Íslandi: „Í símanum var svo sjálfur sjávarútvegsráðherra að segja að jú, hann myndi koma í veisluna, hann þyrfti bara fyrst að segja sig frá málefnum Samherja… Þessi karlaklúbbur íslensks viðskiptalífs og stjórnmála mun aldrei deyja og mun aldrei lúffa, þeir standa saman fram í rauðan dauðann, og það skiptir í raun engu máli hvað menn gera mikið af sér, þeir munu alltaf kasta sér á bálið fyrir hvorn annan.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andlitsgrímur ódýrastar í Costco og Krambúðinni

Andlitsgrímur ódýrastar í Costco og Krambúðinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum