Laugardagur 14.desember 2019
Fréttir

Samherjamálið ratar í heimspressuna: Ásakanir um mútur valda skjálfta á Íslandi og í Namibíu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. nóvember 2019 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásakanir um mútur vegna fiskveiðiréttinda valda skjálfta á Íslandi og í Namibíu, segir efnislega í fyrirsögn breska stórblaðsins Guardian þar sem farið er yfir Samherjamálið. Segir þar að samkvæmt umfjöllun íslenskra fjölmiðla (Kveikur og Stundin) upp úr hinum svokölluðu Fishrot-skjölum á Wikileaks hafi Samherji greitt namibískum áhrifamönnum um einn milljarð íslenskra króna í mútur á tímabilinu 2011 til 2018 til að tryggja sér fiskveiðikvóta við strendur Namibíu.

Þá segir að samkvæmt skjölunum hafi Samherji flutt andvirði um 54 milljóna punda af tekjum af fiskveiðum við strendur Namibíu til skattaskjóla.

Rætt er um viðkvæma stöðu Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra sem sé fyrrverandi stjórnarformaður Samherja og lífstíðarvinur Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja. Sé þrýstingur á ráðherrann um að segja af sér.

Þá er sagt að namibískir ráðherrar sem viðriðnir eru málið hafi verið reknir og Þorsteinn Már hafi stigið til hliðar úr starfi sínu hjá Samherja. Sjálfstæðisflokkurinn er í greininni sagður hafa kennt ríkjandi menningu spillingar í Namibíu um múturnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Margir minnast Ásbjarnar: „Tíminn sem við áttum með pabba var alltof stuttur en yndislegur“

Margir minnast Ásbjarnar: „Tíminn sem við áttum með pabba var alltof stuttur en yndislegur“
Fréttir
Í gær

Skipa átakshóp um úrbætur eftir fárviðrið

Skipa átakshóp um úrbætur eftir fárviðrið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pilturinn sem féll í Núpá var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni

Pilturinn sem féll í Núpá var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjófar létu greipar sópa í Hlíðunum: Brutust inn í fimmtán geymslur

Þjófar létu greipar sópa í Hlíðunum: Brutust inn í fimmtán geymslur