fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Fæðingarorlofssjóður gegn einstæðum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. nóvember 2019 17:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fæðingarorlof verður lengt á næsta ári úr 9 mánuðum í 10 mánuði. Ríkisstjórnin hefur kynnt þetta sem mikið fagnaðarefni fyrir almenning. Hins vegar verður tilhögunin sú að hvort foreldri fyrir sig á rétt til fjögurra mánaða og síðan koma tveir sameiginlegir mánuðir sem foreldrar geta ráðstafað í sameiningu. Börn einstæðra, sem sjá alfarið ein um börn sín sökum þess að hitt foreldrið hefur ekki áhuga á að taka þátt, standa eftir með aðeins 6 mánuði. Ósveigjanleiki regluverksins bitnar þarna á börnunum. Ósveigjanleikann má rekja til þess að löggjafinn vill skikka feður í fæðingarorlof, sem er gott og gilt. En ætti ekki að vera svigrúm fyrir einstæða til að nýta allt orlofið? Ætti ekki að vera á forræði foreldranna sjálfra að semja sín á milli um töku orlofsins, eða allavega undanþágur fyrir þá sem standa í uppeldi með öllu einir?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum