fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Umfangsmiklar bilanir hjá Nova – „Vandamálið er nú leyst“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. nóvember 2019 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmikil bilun kom upp í farsímakerfi Nova sem lýsti sér upphaflega þannig að ekki var hægt að komast á internetið í farsímanum. Smám saman átti umrædd bilun einnig við um viðskiptavini erlendis ásamt heimabúnaði eins og borðtölvum og netbeinum.

Í tilkynningu frá netþjónustufyrirtækinu kemur fram að unnið hefur verið hörðum höndum að því að koma öllu í lag og biðjast aðstandendur velvirðingar á óþægindunum.

Tæpum klukkutíma síðar fór kerfið aftur í lag og voru viðskiptavinir þakklátir fyrir skjót viðbrögð af ummælum við tilkynninguna að dæma. „Vandamálið er nú leyst,“ segir á samfélagsmiðlum Nova.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“