fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

„Getur verið að við séum meiri Namibía en við höldum þegar kemur að aðgengi að náttúruauðlindum?“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 07:45

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samherjamálið er á allra vörum þessa dagana og það rætt nánast alls staðar þar sem fólk kemur saman. En mun einhver lærdómur verða dreginn af málinu þegar fram líða stundir? Henry Alexander Henrysson, siðfræðingur og aðjunkt við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, telur að svo verði ekki.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Henry að margar spurningar leiti á hann vegna málsins og enn eigi eflaust margt eftir að koma í ljós þannig að spurningunum muni væntanlega ekki fækka.

„Vonandi lærum við að þessu máli en ég er ekki bjartsýnn. Ég kannast ekki við að neinn lærdómur hafi verið dreginn af fjölmörgum hneykslismálum sem ég hef verið beðinn að kommenta á undanfarinn áratug.“

Er haft eftir honum. Hann sagði jafnframt að sú spilling, sem lýst var í fréttaskýringaþættium Kveik og í nýjasta tölublaði Stundarinnar, sé kannski fyrst og fremst siðferðilega ámælisverð í ljósi þess hvernig hún eitrar samband stjórnmála og viðskiptalífs.

„Slík spilling heggur í stoðir lýðræðisins og raunar viðskiptalífsins í heild einnig vegna þess trausts sem glatast þegar slík hegðun kemur upp á yfirborðið. Hvernig getum við boðað góða stjórnarhætti sem hluta þróunarsamvinnu þegar við högum okkur svona?“

Er haft eftir Henry sem sagði að mútugreiðslur væru aldrei réttlætanlegar.

Hann segist hafa velt mörgum spurningum fyrir sér í tengslum við málið og segir að ein þeirra snúist um hvað atburðarásin segi um íslensku þjóðina og íslenskt viðskiptalíf.

„Einn angi er orðspor landsins sem er ekki upp á marga fiska eftir þetta. En maður veltir einnig fyrir sér hvers vegna Samherjamenn voru ekki meira eins og fiskar á þurru landi þegar suður var komið. Mér finnst óhugnanlegt hversu vel þeir virðast heima í því að kaupa velvild kjörinna fulltrúa og þeirra sem nálægt standa. Getur verið að við séum meiri Namibía en við höldum þegar kemur að aðgengi að náttúruauðlindum?“

Hvað varðar þau viðbrögð Samherja við umfjöllun um málið að varpa sökinni á Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarmann Samherjafélaganna í Namibíu, sagði Henry þau vera siðferðislega ámælisverð:

„Væri ekki meiri myndugleiki að viðurkenna að þeir hafi haft rangt við en að svona gerist bara kaupin á eyrinni? Að skella allri skuldinni á uppljóstrara er þekkt bragð en lýsir um leið karakter þeirra sem þannig bregðast við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu