fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Stuðningsmenn Vals æfir yfir brottrekstri Sveins Arons – Trommusveit leggur niður kjuðana

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn meistaraflokks Vals í handbolta karla eru mjög ósáttir við þá ákvörðun stjórnar félagsins að rifta samningum við leikmanninn Svein Aron Sveinsson. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að Sveinn Aron var dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás sem hann framdi á Októberfest fyrir utan Háskóla Íslands haustið 2017.

Í tilkynningu frá aðalstjórn Vals um málið sagði:

„Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur fjallað um mál Sveins Arons Sveinssonar leikmanns meistaraflokks Vals í handknattleik, í kjölfar dóms sem hann fékk. Sú ofbeldishegðun sem leikmaðurinn játaði að hafa sýnt er í algjörri andstöðu við allt sem Valur stendur fyrir og hafa því allar forsendur fyrir samstarfi félagsins og leikmannsins brostið. Félaginu er því nauðugur einn sá kostur að rifta samningnum.  Með birtingu fréttar um málið í fjölmiðlum fengu stjórnarmenn Vals fyrst vitneskju um þann verknað sem leiddi til hans.“

Ósáttir og leggja niður kjuðana

„Við undirritaðir skiljum ekki hvernig stjórnarmenn Vals gátu komist að þeirri niðurstöðu að standa ekki á bak við einn af bestu sonum handknattleiksdeildar Vals. Vissulega er slæmt brot framið og hann dæmdur eftir því af dómstólum en að taka menn af lífi innan félagsins er ekki boðlegt að okkar mati. Sveinn Aron er uppalinn Valsmaður með 20 ára flekklausan feril í Val og hefur ekki áður komist í kast við lögin og þeir sem þekkja hann vita að þetta er ekki það sem hann stendur fyrir,“ segir í bréfi sem nokkrir stuðningsmenn Vals undirrita og beint er að aðalstjórn félagsins.

Hafa mennirnir ákveðið að leggja niður sjálfboðaliðastörf vegna málsins og segja það lykta af pólitík:

„Þegar stjórn félagsins starfar svona þá er okkur ekki stætt á að vinna sjálfboðastörf fyrir félagið okkar Valsmanna. Við höfum komið að ýmsum verkum sem sjálfboðaliðar í gegnum árin en þó helst sem trommuleikarar og við því miður leggjum niður kjuðana meðan þessir menn starfa í stjórn félagsins, þannig er það bara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“