fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Virkir samfélagsþegnar dæmdir: Jónas og Pálmi gómaðir með kókaín – Útskrifaður úr lyfjagerðarskóla Actavis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 15:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn á fertugsaldri, Pálmi Snær Magnússon og Jónas Valur Jónasson, voru nýelga sakfelldir fyrir smygl á tæpu kílói af kókaíni og annar þeirra fyrir stórfelldan þjófnað á byggingarefnum, þar á meðal miklu af parketi og flísum. Annar maðurinn, Pálmi Snær Magnússon, er útskrifaður úr lyfjagerðarskóla Actavis, og báðir hafa verið í góðum störfum.

Kókaínið kom með hraðsendingu frá Belgíu

Um stærsta fíkniefnabrotið segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness:

„fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa staðið saman að innflutningi á samtals 994,42 g af kókaíni, sem hafði að meðaltali 74% styrkleika, sem samsvarar 83% af kókaínklóríði ætluðu til sölu og dreifingar í ágóðaskyni en fíkniefnin voru falin í fjórum niðursuðudósum sem komu til landsins með hraðsendingu frá Belgíu föstudaginn 2. febrúar 2018. Ákærði Pálmi Snær tók að sér, beiðni meðákærða Jónasar[Vals], að taka við sendingunni á þáverandi heimili sínu að Flúðaseli 85 íBreiðholti, og afhenda Jónasi[Val]en þar sem hann var á leiðinni með sendinguna heim til hans þá var hann handtekinn.“
Jónas Valur var einnig ákærður fyrir að hafa haft amfetamín og kókaín í fórum sínum á heimili sínu.
Brotin voru framin snemma árs 2018.

Stórfelldur þjófnaður á byggingarvörum

Þá eru Jónas Valur sakfelldur fyrir þjófnað á byggingarvörum, mestmegnis af lager Egils Árnasonar ehf. í Skeifunni 7, þar á meðal parketi, karmi og hurð, fyrir verðmæti samtals vel á aðra milljón króna.

Félagarnir eru dæmdir fyrir fleiri minniháttar fíkniefnabrot og umferðarlagabrot.

Pálmi Snær var dæmdur í 15 mánaða fanglesi og Jónas Valur í 22 mánaða fangelsi. Báðir voru dæmdir til greiðslu sakarkostnaðar og til að sæta uppgtöku á fíkniefnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar