fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Krefst 12 milljóna frá Arngrími Jóhannssyni og Sjóvá vegna flugslyss sem varð föður hennar að bana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 07:59

Frá slysstað. Ljósmynd/Rnsa.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær stefnur á hendur Arngrími Jóhannssyni og Sjóvá eru nú til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Bæði málin snúast um andlát Kanadamannsins Grant Wagstaff sem lést þegar Arngrímur brotlenti sjóflugvél sinni í Barkárdal þann 9. ágúst 2015. Dóttir Grant, Sarah Wagstaff, krefst 12 milljóna króna í bætur frá Arngrími og Sjóvá.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Sarah að hún sé mjög vongóð um að jákvæð niðurstaða fáist í málinu fyrir vorið eða að minnsta kosti áður en næsta ár er úti.

Ekkja Grant, Roslyn Wagstaff, hefur einnig stefnt Arngrími og Sjóvá til greiðslu bóta.

Í stefnunni segir lögmaður Sarah, Jón Páll Hilmarsson, að Arngrímur hafi gert alvarleg mistök, þar á meðal hafi vélin verið ofhlaðin og röng ákvörðun hafi verið tekin um flugleið í slæmum veðurskilyrðum.

„Fráfall föður stefnanda er því bein afleiðing af þessari saknæmu og ólögmætu háttsemi stefnda, Arngríms.“

Segir í stefnunni þar sem segir einnig að samkvæmt veðurspá fyrir umræddan dag hafi verið ófært til sjónflugs norðanlands. Samt sem áður hafi Arngrímur ákveðið að fljúga sjónflug yfir Tröllaskaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA