fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum hjálpar smálánakóngi að hasla sér völl á Íslandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brea ehf, nýtt fyrirtæki á vegum umtalaða smálánafyrirtækisins Kredia Group hefur verið stofnað á Íslandi. Tilgangur félagsins er meðal annars að stunda útlánastarfsemi. Það er RÚV sem greindi frá þessu.

Stjórnarmenn Kredia Group eru þeir Ondrej Smakal og Vladimir Smakal. Þeir búa báðir í Tékklandi en eru þó með íslenska kennitölu.

Kredia Group er skráð til heimilis í London samkvæmt stofngögnum Brea ehf. Ríkisskattstjóri tók við tilkynningu um stofnun Brea ehf. í síðastliðnum október. Tveimur dögum áður en tilkynningin var send var stofnfundur Brea haldinn á Íslandi.

Á stofnfundinum voru þeir Ondrej og Vladimir en auk þeirra var lögmaðurinn Ingvar Smári Birgisson viðstaddur. Athygli vekur að Ingvar Smári er þekktur áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins en hann er fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Ingvar Smári tilkynnti um stofnun fyrirtækisins Brea. Vísir greindi frá því

Kredia Group á mörg af þekktustu smálánafyrirtækjum Íslands eins og 1909, Hraðpeninga, Smálán og Múla. Öll þessi félög gera fólki kleift að taka smálán á netinu en það hefur vakið athygli að vefsíður þessara fyrirtækja eru skráð í Danmörku. Þrátt fyrir það er öll þjónusta á íslensku auk þess sem innheimta hefur verið í umsjón íslensks fyrirtækis.

Smálánafyrirtæki hafa lengi verið gagnrýnd fyrir óvenju háa vexti. Um tveir þriðju af öllum þeim sem leita til Umboðsmanns skuldara leituðu þangað vegna smálánafyrirtækja eins og þeirra sem eru í eigu Kredia Group.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi