Mánudagur 09.desember 2019
Fréttir

Mótmæli vegna lokunar Kelduskóla í fyrramálið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. nóvember 2019 16:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill styrr hefur staðið um fyrirhugaða lokun Kelduskóla og sameiningu grunnskóla í Grafarvogi og eru margir foreldrar mjög mótfallnir áformunum. Snemma í fyrramálið, frá klukkan 07:50 til 08:30 eru fyrirhuguðu friðsöm mótmæli gegn lokun Kelduskóla.

Á Facebook-síðu viðburðarins er þessi lýsing á aðgerðunum:

Þriðjudaginn 12.11.2019 ætlum við að mótmæla á friðsamlegan hátt fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi og lokun Kelduskóla.

Á milli klukkan 07:50 – 08:30 ætlum við öll að setjast upp í bílana okkar og keyra sem leið liggur (á öruggum hraða) frá hringtorginu við Bláu sjoppuna, upp í Kelduskóla Vík og þaðan upp í Vættaskóla Engi. Svo aftur niður að hringtorgi og annan hring. Með þessu sínum við hve mikið umferð og mengun mun aukast ef þessar breytingar ná framgangi.

Hvetjum einnig þá sem vilja taka þátt að setja upp skilti á þessari leið þar sem við mótmælum áformum og hengjum t.d. á ljósastaura eða stöndum með þau. Það er von á fréttamönnum að fjalla um málið.

Hvet alla sem vilja og geta að mæta og styðja, íbúar, foreldrar og að sjálfsögðu eru afar og ömmur einnig velkomin. Breytingin mun hafa áhrif á fleiri en bara börn og foreldra.

Aðgerðin mun standa til 08:30

Fjölmennum og sendum skýr skilaboð!

Leiðin sem mótmælendur ætla að aka er merkt inn á kort inni á Facebook-síðunni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stal vörum til að gefa í jólagjafir

Stal vörum til að gefa í jólagjafir
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gómaður með dýran merkjafatnað og íslenskt ökuskírteini í farangrinum

Gómaður með dýran merkjafatnað og íslenskt ökuskírteini í farangrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kerfið sem gerir menn að goðum

Kerfið sem gerir menn að goðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnast Magnúsar Inga – Eiginkonan kveður – „Hvíldu í friði, ást­in mín“

Minnast Magnúsar Inga – Eiginkonan kveður – „Hvíldu í friði, ást­in mín“