fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Bæjarstjórinn í Hveragerði rannsakar meint kattamorð – „Við munum ekki líða svona, samfélagið vill þetta ekki, þetta er ólöglegt“ 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. nóvember 2019 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega hefur það ekki farið framhjá neinu að nokkuð ófremdarástand hefur átt sér stað í kattahaldi á Hveragerði. Þar deyr hver kötturinn á eftir öðrum sökum eitrunar sem er talin stafa frá matvöru sem hefur verið eitruð með frostlegi.

Íbúar Hveragerðis hafa verið uggandi vegna ástandsins sem virðist engan enda ætla að taka. Á íbúahóp Hveragerðis á Facebook setti Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði nýlega inn færslu þar sem hún hvetur meðlimi hópsins að aðstoða við að uppræta vandann, meðal annars með því að kanna hvort að bílar og snjóbræðslur séu ef til vill að leka frostlegi og hvar það hafi átt sér stað.

„Ég hef rætt þetta mál enn og aftur við lögregluna. Lögreglan vill koma því á framfæri að ef að fólk hefur rökstuddan grun um að eitrað hafi verið yfir dýrum þá verður viðkomandi eigandi/forráðamaður að hafa samband og tilkynna atburðinn strax til lögreglu“

Aldís vill að eigendur sem misst hafa dýr sín sökum eitrunar hafi samband og tilkynni um málið og hvar dýrið fannst. Hins vegar vill hún ekki fá óstaðfestar sögusagnir. Til stendur að kortlegga svæðið sem um ræðir og reyna að komast þannig að rót vandans.

Eins biðlar hún til húseigenda í Hveragerði að fara vel yfir alla bíla og faratæki sem gætu mögulega lekið frostlegi, og bendir kattaeigendum á að setja staðsetningartæki á gæludýr.

Samkvæmt frétt Vísis um málið er vilji bæjaryfirvalda að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að uppræta dularfullu kattamorðin. „Jú þetta er ekkert skemmtilegt. Það vill enginn standa í svona. En það er alveg ljóst að við viljum gera allt sem við getum til að uppræta þetta og ætlum að gera það“

Aldís segist sjálf vera hrifin af köttum og kettir séu að sjálfsögðu velkomnir til Hveragerðis. „Við munum ekki líða svona, samfélagið vill þetta ekki, þetta er ólöglegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi