fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

5 sem gætu tekið við sem útvarpsstjóri RÚV

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. nóvember 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um stöðu nýs útvarpsstjóra á RÚV hefur verið á vörum margra síðustu daga. Magnús Geir Þórðarson lætur af störfum eftir fimm ár á næsta ári og spyrja ýmsir sig hver arftakinn verði. Hér eru fimm tillögur.

 

Veitti forsetanum harða samkeppni

Þóra Arnórsdóttir hefur lengi verið talin á meðal betri fjölmiðlamanna landsins. Hún er með B.A.-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og M.A.-gráðu í alþjóðastjórnmálum og þróunarhagfræði. Þóra bauð sig fram í forsetakosningunum 2012 og veitti Ólafi Ragnari harða keppni. Hæfnin liggur í augum uppi.

 

Þekkir vel til

Svanhildur Konráðsdóttir þekkir vel til á RÚV, en hún var sem kunnugt er dagskrárgerðarmaður þar um skeið, áður en hún varð forstöðumaður Höfuðborgarstofu og sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkur. Svanhildur hefur gegnt stöðu forstjóra Hörpu og myndi taka þessari áskorun með trompi og meira en það.

 

Vinnustaðaskipti?

Nokkuð hefur gustað um Ara Matthíasson í Þjóðleikhúsinu að undanförnu. Hann ætti þó að vera hæfur til að gegna stöðu útvarpsstjóra. Ari var framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins árin 2010 til 2015, áður en hann gerðist þjóðleikhússtjóri. Þá var hann framkvæmdastjóri SÁÁ á árunum 2006 til 2009 svo dæmi sé tekið. Hver veit nema þeir Magnús Geir hafi skipti á vinnutitlum?

 

Fjölhæfar mæðgur 

Kristín Þorsteinsdóttir og Ólöf Skaftadóttir væru kjörnir kandídatar til að brjóta upp á formið og gegna báðar hlutverki útvarpsstjóra. Þar með yrðu tvö blöð brotin í sögu Íslands, þar sem ekki aðeins fyrsta konan yrði ráðin í stöðu útvarpsstjóra, heldur fyrstu mæðgurnar, sem samanlagðar búa að gífurlegri reynslu. Þær Kristín og Ólöf þekkja til útsendinga, ábyrgðarstarfa og fjölmiðlastarfa áreynslulaust og hafa báðar gegnt störfum sem ritstjóri Fréttablaðsins, á sama tíma í þokkabót. Ólíklegri hlutir hafa gerst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim
Fréttir
Í gær

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins
Fréttir
Í gær

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Ásbirni og Bessa fyrir hópnauðgun stendur

Dómur yfir Ásbirni og Bessa fyrir hópnauðgun stendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“