fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Björn styður brottflutning albönsku konunnar og segir No Borders stuðla að sundrun samfélagsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 12:20

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir brottvísun þunguðu albönsku konunnar frá landinu í gær hafa verið eðlilega og bendir á að engar reglur hafi verið brotnar. Björn fer yfir málið á vefsvæði sínu og þar ýjar hann að óeðlilegu sambandi fréttastofu Ríkisútvarpsins og andstæðingar yfirvalda:

„Upphaf málsins er að sjálfsögðu að konan kom hingað með fjölskyldu sinni á ólögmætum forsendum. Þetta er ekki fyrsta dæmið um að leitast sé við að komast undan lögmætri afgreiðslu yfirvalda með því að höfða til mannúðar á almennum vettvangi. Þar er sagan öll yfirleitt ekki sögð.

Að baki upphlaupa í þágu hælisleitenda standa að jafnaði innlendir aðilar. Í fjölmiðlum segir að No Borders samtökin hafi fyrst vakið athygli á þessu máli. No Borders fengu fyrir nokkru borgarstjórann í Reykjavík til að leyfa sér að tjalda á Austurvelli, honum og öllum viðkomandi til skammar.

Þeir sem að úrlausn þessara mála starfa vita að við þessar aðstæður virðist oft beint samband milli andstæðinga yfirvaldanna og fréttastofu ríkisútvarpsins. Eftir að upplýst var um samráð milli fréttamanns og stjórnenda seðlabankans um húsleitarfrétt hjá Samherja standast vinnureglur fréttastofunnar ekki gagnrýni, jafnvel þótt formaður Blaðamannafélags Íslands leggi blessun sína yfir þær. Fréttastofunni ber að gera hreint fyrir sínum dyrum.“

Björn segir að samtökin Bo Borders sem jafnan leggja sig fram um að vekja athygli á málstað hælisleitenda ali á sundrungu í samfélaginu:

„Að nokkru leyti er um félagslega tilraunastarfsemi að ræða þar sem einstaklingurinn sem í hlut á er tæki til að ná einhverju fram sem liggur ekki alltaf í augum uppi. Þótt forráðamenn No Borders og biskup Íslands séu sammála í þessu máli er ekki þar með sagt að tilgangur þeirra sé sá sami. No Borders vill stuðla að sundrung samfélagsins en þjóðkirkjan hefur til þessa litið á sig sem afl í þágu samheldni. Vísasta leiðin til að tryggja hana er að yfirvöld fari að settum lögum og reglum eins og gert var í þessu máli.

Í þessu tilviki er gerð sérstök atlaga að læknum. Fór No Borders-fólk til dæmis í Miðstöð sóttvarna í Mjódd til að mótmæla efni læknisvottorðs þaðan!“

Björn segir að réttmætur brottflutningur hælisleitenda í nágrannalöndum sé ekki lengur fréttaefni og ekki sé lengur veist að yfirvöldum fyrir að gera skyldu sína í útlendingamálum.

Pistill Björns

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku