fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Stöðvaður af lögreglu tvisvar sama kvöldið – Reyndi að villa á sér heimildir undir áhrifum fíkniefna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. október 2019 07:41

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð var skráð í dagbók lögreglu í gærkvöldi og nótt. Rúmlega sex í gærkvöldi var bifreið stöðvuð á Miklubraut í Reykjavík.  Bifreiðinni hafði verið ekið á Strætórein en ökumaðurinn hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Fram kemur í dagbók lögreglu að ítrekuð afskipti hafa verið af þessum ökumanni vegna réttindaleysis.

Laust fyrir hálf átta í gærkvöldi var bifreið stöðvuð á Höfðabakka í hverfi 110. Ökumaðurinn reyndi að villa á sér heimildir og gaf aðspurður upp rangt nafn. Hann hefur ítrekað verið stöðvaður í akstri og er sviptur ökuréttindum ef marka má dagbók lögreglunnar.

Bifreið var stöðvuð í Breiðholti um hálf níu leytið í gærkvöldi, en bifreiðin var ótryggð. Því voru skráningarnúmer klippt af. Í dagbók lögreglu stendur að aftur sé um að ræða ítrekuð afskipti af ökumanni, nú einum sem ekur um á ótryggðum bifreiðum sem hann er skráður fyrir.

Rétt rúmlega tíu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í hverfi 105. Ökumaðurinn reyndi að villa á sér heimildir og gaf aðspurður upp rangt nafn. Hann er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekuð afskipti þar sem ökumaðurinn er sviptur ökuréttindum. Var þetta sami ökumaður og var stöðvaður á Höfðabakka þremur klukkustundum fyrr.

Laust eftir miðnætti var bifreið stöðvuð á Breiðholtsbraut.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, aka ítrekað sviptur ökuréttindum og vörslu fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Í gær

Heiðra sálardrottninguna Arethu Franklin

Heiðra sálardrottninguna Arethu Franklin
Fréttir
Í gær

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“