fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Stöðvaður af lögreglu tvisvar sama kvöldið – Reyndi að villa á sér heimildir undir áhrifum fíkniefna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. október 2019 07:41

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð var skráð í dagbók lögreglu í gærkvöldi og nótt. Rúmlega sex í gærkvöldi var bifreið stöðvuð á Miklubraut í Reykjavík.  Bifreiðinni hafði verið ekið á Strætórein en ökumaðurinn hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Fram kemur í dagbók lögreglu að ítrekuð afskipti hafa verið af þessum ökumanni vegna réttindaleysis.

Laust fyrir hálf átta í gærkvöldi var bifreið stöðvuð á Höfðabakka í hverfi 110. Ökumaðurinn reyndi að villa á sér heimildir og gaf aðspurður upp rangt nafn. Hann hefur ítrekað verið stöðvaður í akstri og er sviptur ökuréttindum ef marka má dagbók lögreglunnar.

Bifreið var stöðvuð í Breiðholti um hálf níu leytið í gærkvöldi, en bifreiðin var ótryggð. Því voru skráningarnúmer klippt af. Í dagbók lögreglu stendur að aftur sé um að ræða ítrekuð afskipti af ökumanni, nú einum sem ekur um á ótryggðum bifreiðum sem hann er skráður fyrir.

Rétt rúmlega tíu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í hverfi 105. Ökumaðurinn reyndi að villa á sér heimildir og gaf aðspurður upp rangt nafn. Hann er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekuð afskipti þar sem ökumaðurinn er sviptur ökuréttindum. Var þetta sami ökumaður og var stöðvaður á Höfðabakka þremur klukkustundum fyrr.

Laust eftir miðnætti var bifreið stöðvuð á Breiðholtsbraut.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, aka ítrekað sviptur ökuréttindum og vörslu fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“