fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Facebook-síða hjólar í blaðamann: „Við munum ekki láta blaðamenn Vísir.is hræða okkur“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 15. október 2019 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook-síðan Jæja hefur vakið mikla athygli fyrir hvassar færslur sem miðast að auðvaldi landsins. Nú beinir síðan spjótum sínum að blaðamanni Vísis.

Jæja deilir í dag færslu þar sem blaðamaður Vísis segir síðuna vera tegund um spillingu. Blaðamaðurinn segir spillinguna vera fólgna í því að síðan reyni að hafa áhrif á þjóðmálaumræðuna undir nafnleynd.

„Sumir gætu sagt að það að reyna að hafa áhrif á þjóðmálaumræðu undir nafnleysi á samfélagsmiðlum væri tegund af spillingu.“

Í færslu Jæja segir að síðunni sé haldið uppi af fólki úr mismunandi áttum sem vill berjast fyrir réttlæti, lýðræði og gegn spillingu í samfélaginu.

„Það kemur okkur þessvegna ekki sérstaklega á óvart að blaðamaður Vísir.is telji að það sé „spilling“ að skrifa nafnlaust um stjórnmál á internetinu. Elítan sem á stóru miðlana vill auðvitað þagga niður í þeim sem tala gegn hinum ríku og gera það ólöglegt að tjá sig um stjórnmál án þess að gera það undir eigin nafni.“

Jæja segir stöðu fjölmiðla landsins vera slæma, hópur auðmanna niðurgreiði gegndarlaust tap fjölmiðlanna ár eftir ár.

„Staðan á fjölmiðlum landsins er slæm. Hversvegna ætli það sé? Hversvegna beina blaðamenn ekki sjónum að hinu raunverulega vandamáli, þeirri staðreynd að þeir eru í eigu auðklíku sem notar þá í eigin þágu, í stað þess að afhjúpa einhverja Facebook síðu sem skrifar gegn sömu auðmönnum?“

Í færslunni segir að það séu margar ástæður fyrir því að Jæja kjósi að skrifa nafnlaust. Ísland sé lítið land þar sem allir þekki alla og atvinnumöguleikar fólks geta dregist verulega saman ef stjórnmálaskoðanir þeirra eru opinberar.

„Þetta þekkja allir. Þar fyrir utan er einfaldlega góð og gild hefð fyrir því að skrifa nafnlaust um samfélagið. Það ættu blaðamenn að vita vel því nærri allir fjölmiðlar eru með slíka dálka. DV, Hringbraut, Mogginn og Viðskiptablaðið eru miðlar þar sem nafnlausir höfundar skrifa, oftast til að verja valdið í samfélaginu. Blaðmenn á þessum miðlum skrifa fréttir vitandi að fjölmiðilinn þeirra mun standa með þeim. Við sem höldum úti Jæja höfum ekkert slíkt skjól og þessvegna kjósum við að skrifa nafnlaust.“

Jæja segist ávallt hafa staðið þétt með verkafólki og valdlausu fólki í baráttunni gegn hinum ríku og að þau muni halda áfram að fjalla um ríka fólkið sem greiðir ekki skatta, ríka fólkið sem felur peninga sína á Panamaeyjum og stjórnmálamennina sem ganga erinda þeirra.

„Að því leiti er Jæja ekki á neinn hátt eins og aðrar nafnlausar síður sem fjalla um stjórnmál. Síður eins og „Kosningar“ sem eru aðeins virkar í kringum kosningar til að leggast á sveif með valdinu, Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum.“

Í færslunni kemur fram að síðunni hafi oftar en einu sinni verið hótað málsóknum vegna umfjöllunar um valdamikla einstaklinga og fyrirtæki.

„Við munum ekki láta blaðamenn Vísir.is hræða okkur eða stöðva. Lifi byltingin!“

https://www.facebook.com/jaejajaejajaeja/photos/a.300759333462941/1122000938005439/?type=3&__xts__%5B0%5D=68.ARCnfVFu7vfGOKdQcTqxRcIQYUHkA4sBIPB4hg-26Z_6Zqm299vjn7avlww8I4v3tvXt1oi5LruhFAOTXcBbQQM9ZGDt0Pm-zWsTEhUAT81L9W-6unKK4VcJxwF0PNyXNkrA68psBfkDGjA0kpvrkAmBfzu8OWmHiZMLcICSyFnxp7rhsedLoqvFs9apz10WIpWWD2cglFNo5wJ5onpHg_AK8zYZYbe_bgcJ8WEqA5J4a9Cbc3F7I1vg2UU5GVA-WRPEDb3l0SrQ1RQZ1HTNRZpcoz6049wAvya5-yA0ndUEo3FdDeC28IGFkwrUOyqQBM61g_3hSHHqC3ZtosfzWUNjEA&__tn__=-R

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP
Fréttir
Í gær

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“
Fréttir
Í gær

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Í gær

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steindór lokaði á besta vin sinn sem var að eignast barn – „Hann er núna sár og ég skil það“

Steindór lokaði á besta vin sinn sem var að eignast barn – „Hann er núna sár og ég skil það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Hrafn orðlaus yfir grein lögmannsins um Ísland og Trump – „Bara hingað og ekki lengra. Þetta er galið“

Helgi Hrafn orðlaus yfir grein lögmannsins um Ísland og Trump – „Bara hingað og ekki lengra. Þetta er galið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum