fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Yfirlýsing Trump á degi Leifs Eiríkssonar: „Bandaríkjamenn hafa sterka tengingu við heimalönd víkinganna“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. október 2019 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar, sem haldin er í Bandaríkjunum 9. október ár hvert gaf Donald J. Trump, Bandaríkjaforseti, út yfirlýsingu þar sem hann lýsti daginn formlega hátíðlegan, en hefð er fyrir því að Bandaríkjaforsetar gefi slíka yfirlýsingu árlega, eða allt frá árinu 1964 þegar dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur.

Í yfirlýsingunni fór Trump fögrum orðum um norræna arfleifð og hugrekki Leifs Eiríkssonar.

„Á degi Leifs Eiríkssonar heiðrum við útþránna, hugrekkið og áræðnina sem fékk þennan goðsagnakennda víking til að sigla yfir Atlandshafið í leit af nýjum löndum og tækifærum fyrir yfir þúsund árum síðan. Draumur hans um að sigla yfir sjóndeildarhringinn og endurskilgreina hvað væri mögulegt – skilgreinir og veitir Bandaríkjamönnum innblástur enn þann dag í dag.

Líf landkönnuðarins Leifs Eiríkssonar hófst á Íslandi – á sama stað og áhöfn Apollo 11 geimflaugarinnar sem undirbjó sig fyrir sögufræga ferð sína til tunglsins. Dirfskan sem dreif Eiríksson og samferðamenn hans yfir óþekkt haf er sama dirfskan og bar hugrökku heimfarana okkar út í geiminn fyrir fimmtíu árum síðan og líka sami drifkrafturinn og kyndir undir löngun okkar til að leysa ráðgátur alheimsins og kanna Mars.

Bandaríkjamenn hafa sterka tengingu við heimalönd víkinganna. Milljónir Bandaríkjamanna geta með stolti rakið ættir sínar til Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar. Allar þessar þjóðir hjálpa til við að halda tengslum okkar yfir Atlantshafið sterkum. Þeir standa þétt við hlið okkar sem bandamenn Norður-Atlandshafssamtakanna eða í samstarfi við að auka svæðisbundinn frið og stöðugleika.“

Í yfirlýsingunni sagði Trump enn fremur að Norrænir Ameríkanar auðgi bandarísk samfélag með seiglu, ævintýraþrá og menningarlegum hefðum. „Á þessum degi heiðrum við ótrúleg afrek Leifs Eiríkssonar og fögnum djörfum draumum, metnaði og ástríðunni fyrir að kanna hið óþekkta, allra einstaklinga af skandinavískum uppruna.“

Trump lýstir síðan daginn formlega hátíðlegan og hvatti Bandaríkjamenn til að halda upp á daginn með viðeigandi athöfnum, viðburðum og skemmtunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofar efst í útboði fyrir hljóð- og myndlausnir

Ofar efst í útboði fyrir hljóð- og myndlausnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína