fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Háskólamenntuð á Íslandi en fær enga vinnu: „Ekki taka þetta tækifæri frá öðrum, bara vegna þess að viðkomandi er með erlent nafn”

Auður Ösp
Laugardaginn 12. október 2019 10:00

Nigar Khaligov er vel menntuð en fær ekki vinnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nigar Khaligova er þrítug og hefur verið búsett á Íslandi í sjö ár, en hún er fædd og uppalin í Aserbaídsjan. Hún er með háskólagráðu í raungreinum frá heimalandi sínu og stundar í dag nám í viðskiptafræði en hún segist mæta miklum fordómum hjá vinnuveitendum. Afar erfitt sé fyrir háskólamenntaða útlendinga að fá vinnu á Íslandi, jafnvel þó að viðkomandi tali góða íslensku og sé með dýrmæta þekkingu. Oftar en ekki reiða vinnuveitendur sig á tengslanet og sambönd, sem kemur sér illa fyrir manneskju sem hefur búið á landinu í takmarkaðan tíma.

Vann við afgreiðslu og þrif

Nigar er í dag búsett á Egilsstöðum. „Ég er með háskólapróf í efnatæknifræði frá háskóla í Aserbaídsjan. Þegar ég flutti til Íslands fyrir sjö árum var ég nýútskrifuð frá háskólanum og talaði ekki íslensku. Á þessum tíma vann ég alls konar vinnu, eins og við afgreiðslu og þrif.“ Ég sótti um vinnu á mörgum stöðum, en ég var aldrei ráðin vegna þess að ég var með takmarkaða íslenskukunnáttu, enga reynslu og ég gat lítið notast við háskólaprófið mitt.“

Hún segir enga eftirspurn hafa verið eftir efnafræðingum á Austurlandi. Hún ákvað því að bæta við sig menntun í viðskiptafræði til að auka atvinnumöguleika sína hér á landi og fá þægilega vinnu.  Hún skráði sig því í BA-nám í Háskólanum á Akureyri og er í dag á öðru ári í náminu.

„Ég hugsaði með mér að það yrði ekkert mál að finna vinnu þegar ég væri komin með háskólamenntun fra íslenskum háskóla. Þá gæti enginn hafnað mér, af því að það væri engin ástæða til þess.“

Vilja ekki sjá erlent nafn

Nigar segist vera búin að sækja um nokkur störf á fjármálasviði, án árangurs. Oftast sé henni tjáð að „við ætlum að hafa þig í huga þegar okkur vantar starfsfólk“. Hjá opinberum stofnunum er hún kölluð í viðtal en heyrir aldrei neitt meir.

„Ég veit ekki hvað veldur en mig grunar að þetta sé vegna þess að ég er ekki íslensk og ég á ekki „góða vini“ til þess að hjálpa mér. Mér finnst eins og fólk í stjórnunarstöðum vilji einhverra hluta vegna ekki ráða útlendinga í vinnu, nema þörf sé á. Kannski vilja þeir ekki að útlendingum vegni vel?“ segir Nigar.

Hún segir það líta út eins og atvinnurekendur hendi umsókn strax í ruslið ef erlent nafn er á blaðinu. Þá skipti engu hvort manneskjan sé búsett á Íslandi, með menntun og tali ágæta íslensku.

„Ég heyri oft að það sé verið að ráða nýtt fólk í vinnu hjá fjármálafyrirtækjum hér á Egilsstöðum. En ég skil ekki eitt: Hvernig vissi fólk að það væri laus staða, ef starfið var ekki auglýst? Þarf maður alltaf að þekkja einhvern til að geta fengið sér vinnu?

Þegar ég sótti síðast um starf á fjármálasviði þá var mér hafnað. Þegar ég spurði hver ástæðan væri þá var mér sagt að ég væri ekki með reynslu. En hvernig á ég að öðlast reynslu, ef ég er aldrei ráðin í starf?“ spyr Nigar jafnframt.

„Þetta hljómar þannig að ég er aldrei „nógu góð“ til að fá vinnu. Það er alltaf eithvað að: „þú talar ekki íslensku“, „þú kannt ekki að skrifa á íslensku“, „þú ert ekki með háskólamenntun frá Íslandi“. Og núna er reynsluleysi. Er það nokkuð sanngjarnt gagnvart manneskju sem er búin að gera allt sem er mögulegt í stöðunni?

Ég verð aldrei íslensk, nafnið mitt mun aldrei verða íslenskt, það er satt. En ég er með íslenskan rikisborgararétt, ég borga skatta hér á landi og ég er með sömu réttindi og Íslendingar. Af hverju fæ ég þá ekki sömu meðferð?“ segir Nigar og biðlar að lokum til vinnuveitenda að gefa aðfluttum Íslendingum tækifæri til að koma undir sig fótunum hér á landi.

„Kæru vinnuveitendur og ríkisstjórn. Þið eruð í þessu starfi í dag af því að einn daginn hafði einhver trú á ykkur og gaf ykkur tækifæri til að sanna ykkur. Ekki taka þetta tækifæri frá öðrum, bara vegna þess að viðkomandi er með erlent nafn. Á bak við hvert nafn er líf: væntingar- og örvæntingarfullur vilji til að gera meira og verða betri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar