fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Sara Hrund fór úr því að vera afrekskona í íþróttum yfir í að eiga í vandræðum með 10 mínútna göngutúr

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. október 2019 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Hrund Helgadóttir, fyrrverandi knattspyrnukona í meistaraflokki Grindavíkur, segir að ítrekaður heilahristingur á ferli hennar hafi haft gífurleg áhrif á daglegt líf hennar. Hún er einn viðmælenda Kveiks sem sýndur verður í kvöld á RÚV en þar verður fjallað um nýja íslenska rannsókn á höfuðhöggum íþróttakvenna.

Sara Hrund bjóst ekki við því þegar hún keppti við ÍBV í ágúst árið 2017 að það yrði hennar síðasti leikur. RÚV vitnar í færslu sem hún skrifaði tveimur vikum eftir þann leik:

„Sjötti heilahristingurinn staðreynd og stöðug barátta við höfuðverki í 8 ár vegna rangra viðbragða vegna höfuðhöggs því miður niðurstaðan. Fótbolti hefur verið líf mitt síðustu 20 árin og þess vegna lét ég þetta ekki stöðva mig enda hefur fótboltinn gefið mér svo mikið, meðal annars að fara til USA og upplifa drauminn minn. En núna er tími til þess að stoppa og hlusta á líkamann, eftir að ég rotaðist í leik fyrir rúmum 2 vikum og hélt áfram að spila í rúmar 15 mínútur og eftir það hefur daglega lífið mitt raskast verulega. Á 2 vikum fór ég frá því að spila heilan fótboltaleik án vandræða í 10 mínútna göngutúr með vandræðum.“

Færsla hennar vakti mikla athygli á sínum og voru margir hissa að ungur harðjaxl líkt og hún léti höfuðhögg slá sig út af laginu. Þegar hópur íslenskra vísindamanna auglýsti eftir íþróttakonum til að taka þátt í rannsókn á heilahristingi þá voru viðbrögðin talsvert meiri en nokkur gerði ráð fyrir. Rannsóknin leiddi í ljós að höfuðhögg geti haft meiri áhrif á konur en karla. Afleiðingar þeirra geta verið þunglyndi og kvíði, höfuðverkur og þrekleysi.

Sara Hrund kannast við þetta: „Já, mjög, mjög erfitt. Og líka að horfa upp á alla í kringum sig vera á fullu í boltanum eða úti að hlaupa eða í vinnunni. Allir þessir sjálfsögðu hlutir voru orðnir eitthvað sem maður þráði svo mikið. Og það var mjög erfitt. Erfitt líka að viðurkenna fyrir sjálfri sér að maður geti þetta ekki lengur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði