fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Yfirmenn hjá Reykjavíkurborg höfðu samráð um að brjóta reglur borgarinnar – „Mér þótti það skynsamlegt“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skrifstofustjórar hjá Reykjavíkurborg, Hrólfur Jónsson og Ámundi V. Brynjólfsson, höfðu samráð um að brjóta reglur borgarinnar í Braggamálinu. Fram kemur í skýrslu Innri endurskoðanda um Braggamálið að reglur vegna mannvirkjagerðar hjá borginni hafi verið brotnar þegar kom að framkvæmdum við braggann, er greint frá samráði Hrólfs Jónssonar, þáverandi skrifstofustjóra Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, og Ámundar V. Brynjólfssonar, skrifstofustjóra Skrifstofu framkvæmda og viðhalds um að brjóta reglur borgarinnar.

Samkvæmt reglum borgarinnar ætti braggaverkefnið að hafa verið fært frá Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, SEA, yfir á Skrifstofu framkvæmda og viðhalds, sem er svið innan Umhverfis og skipulagssviðs, USK. Í tölvupóstssamskiptum á milli Hrólfs og Ámundar kemur fram hvernig þeir komast að þeirri niðurstöðu að verkefnið eigi að vera á borði SEA. Hrólfur tekur sérstaklega fram í póstinum að samkvæmt reglum eigi verkefnið að vera á borði USK. Þrátt fyrir að þeir viti að þeir séu að brjóta reglur borgarinnar taka þeir þessa ákvörðun.

Hrólfur Jónsson

Hrólfur skrifar í sínum tölvupósti til Ámunda.

„Nú er allt að fara af stað við Nauthólsveginn. Og þá vaknar spurningin hvort við eigum að flytja verkefnið til ykkar. Samkvæmt öllum verkferlum ætti það auðvitað ekki að vera spurning. En ég held að það gæti verið skynsamlegt að skrifstofan hér haldi utan um þetta til enda. En ég vil ekki ákveða að nema með þinni vitneskju.“

Ámundi V. Brynjólfsson / Skjáskot af vef Reykjavíkurborgar

Ámundi svarar:

„Sammála að verkefnið verði í umsjón SEA

Heppilegra að Hrólfur stýrði verkefninu

Í samtali við DV segir Ámundi að honum og Hrólfi hafi þótt það heppilegra að Hrólfur tæki verkefnið að sér.

Við erum í rauninni sammála um það að það sé heppilegra að verkefnið sé þar, heldur en það fari að flytjast yfir. Þrátt fyrir það að verkferlanir segi annað.“

Er það ekki eilítið furðuleg afstaða að brjóta starfsreglur Reykjavíkurborgar?

„Nei, ekki ef við yfirmenn beggja eininganna erum sammála um það. Þá lítum við nú á það og erum sammála um það að það sé heppilegra í þessu tilfelli og á þessum tíma.“

En nú voru þessi verkferlar gerðir til að forðast að svona mál, eins og braggamálið, komi upp ?

„Ég var sammála því á þessum tíma og mér þótti það skynsamlegt að verkefnið væri á Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.“

Þó það bryti á settum verklagsreglum borgarinnar ?

„Já, mér þótti það skynsamlegt. Við Hrólfur vorum báðir sammála um það, eins og kemur fram í póstinum hans. Á meðan við erum báðir sammála um það þá lít ég þannig á að það sé í samkomulagi okkar beggja.“

Þannig ef þið tveir ákveðið að brjóta reglur Reykjavíkurborgar þá er það í lagi ?

„Þú mátt ekki túlka þetta svoleiðis. Í þessu tilfelli og á þessum tíma þá þótti mér og Hrólfi það skynsamlegt að verkefnið væri áfram í umsjón Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.“

En aftur, það er bara brot á verklagsreglum, Innri endurskoðandi segir það í skýrslu sinni.

„Já allt í lagi, ef þú vilt túlka það þannig þá gerir þú það.“

Samkvæmt skýrslu Innri endurskoðanda um málið kemur fram að engin rök séu færð fyrir þeirri ákvörðun að Hrólfur haldi utan um verkefnið. Nokkrir viðmælenda sögðu í viðtölum við Innri endurskoðun að USK hefði ekki haft hug á að taka þetta verkefni þar sem frumkostnaðaráætlun, sem verkfræðistofan Efla gerði, um kostnað vegna braggans þótti of lág. Innri endurskoðun bætir við í skýrslu sinni að þessi ákvörðun hafi ekki bara verið brot á verklagsreglum borgarinnar heldur þvert á ákvæði þjónustusamnings milli tveggja sviðanna.

DV hefur ítrekað reynt að ná tali af Hrólfi Jónssyni en án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum